Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2013 22:58 Jóhannes Sturlaugsson með "River Monster" úr Öxará í fanginu. Mynd / Garðar Lagarfljótsormurinn, Þingvallaurriðinn og Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur eru meðal efnis í lokaþætti af River Monsters á sjónvarpsstöðinni Animal Planet. Á vefsíðu Laxfiska kemur fram að efni lokaþáttarins þetta árið sem sýndur var í Bandaríkjunum í gær teygði sig til Íslands. Milljónir manna horfa á þessa þætti. "Þar kom Þingvallaurriðinn við sögu en rætt var við undirritaðann á bökkum Þingvallavatns samhliða því að unnið var að merkingu urriða með mælimerkjum. Í alþjóðaútgáfu þáttarins sem tekinn verður til sýninga í Evrópu og víðar síðar á árinu er hlutur Þingvallaheimsóknarinnar í þættinum enn meiri," segir í ábendingur frá Jóhannesi. Á vef Laxfiska ehf. laxfiskar.is, er nánar fjallað um þáttagerðina hérlendis: "Þáttaröðin “River Monsters” fjallar um fiskferlíki um víða veröld og veiðar líffræðingsins Jeremy Wade á þeim. Megin tilgangur Íslandsferðar Jeremy og samstarfsmanna hans frá Icon Films sem framleiða þættina var að mynda á slóðum Lagarfljótsormsins vegna lokaþáttar 5. þáttaraðarinnar þar sem aðalumfjöllunarefnið er ættingi hans Loch Ness skrímslið skoska. Jeremy Wade fyrir miðju í þurrbúningi og kvikmyndatökumennirnir frá Icon Film sem unnu með honum að gerð þáttarins ásamt Erlendi Geirdal og Jóhannesi Sturlaugssyni frá Laxfiskum Gengið á fund konungs Sögur af Þingvallaurriðanum konungi íslenskra ferskvatnsfiska og rannsóknum Laxfiska á honum bárust Jeremy og félögum til eyrna og þeim fannst því við hæfi á ganga á fund konungs í Íslandsförinni. Þannig æxlaðist það að fólk um víða veröld mun kynnast ísaldarurriðanum í Þingvallavatni og ægifegurð Þingvallavatns og nágrennis. Þar er komið inn á vitneskju frá rannsóknum þeim sem Jóhannes Sturlaugsson og rannsóknafyrirtæki hans Laxfiskar hafa staðið fyrir á Þingvallaurriðanum í yfir áratug. Jóhannes Sturlaugsson og Jeremy Wade Gríðarleg kynning á Íslandi Í ljósi þess hve sjónvarpsefni frá Animal Planet er vinsælt á veraldarvísu og þeirri staðreynd að River Monsters þættir skipa sér í efstu sætin yfir mesta áhorf þátta stöðvarinnar þá er hægt að átta sig á því hve víðtæk og mikil kynning á Íslandi felst í sýningu þáttarins. Til viðmiðunar þá horfðu 1,8 milljónir manna vestan hafs á upphafsþátt 5. þáttaraðarinnar í vor en síðan bætist við áhorf í Evrópu og víðar þegar þættirnir verða teknir til sýninga þar. Fiskisagan flýgur Konungur vor í stærsta náttúrulega vatni landsins Þingvallavatni var venju fremur vant við látinn þegar River Monsters fólkið kom til Íslands í lok júlí enda þá að mestu út á djúpmiðum vatnsins að eltast við murtu. Við merkingarveiðar fengust þó vænir hrygningarfiskar sem gáfu sýn á burði þessara fiska þó svo ekki væri fært á þessum árstíma að kalla til allra stærstu dólgana. Þingvallaurriðinn er goðsögn í lifanda lífi og nú deila Íslendingar þeim sögum um fiskinn stóra, ástir hans, hegðun og örlög með öðrum í heimsbyggðinni." Þannig endar þessi skemmtilega frásögn á laxfiskar.is. Eins og veiðimenn vita hefur Jóhannes um árabil rannsakað ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Á hverju hausti undanfarin ár hefur hann frætt gesti og gangandi um líf urriðans við Öxárá og í fræðslumiðstöð þjóðgarðsins. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Lagarfljótsormurinn, Þingvallaurriðinn og Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur eru meðal efnis í lokaþætti af River Monsters á sjónvarpsstöðinni Animal Planet. Á vefsíðu Laxfiska kemur fram að efni lokaþáttarins þetta árið sem sýndur var í Bandaríkjunum í gær teygði sig til Íslands. Milljónir manna horfa á þessa þætti. "Þar kom Þingvallaurriðinn við sögu en rætt var við undirritaðann á bökkum Þingvallavatns samhliða því að unnið var að merkingu urriða með mælimerkjum. Í alþjóðaútgáfu þáttarins sem tekinn verður til sýninga í Evrópu og víðar síðar á árinu er hlutur Þingvallaheimsóknarinnar í þættinum enn meiri," segir í ábendingur frá Jóhannesi. Á vef Laxfiska ehf. laxfiskar.is, er nánar fjallað um þáttagerðina hérlendis: "Þáttaröðin “River Monsters” fjallar um fiskferlíki um víða veröld og veiðar líffræðingsins Jeremy Wade á þeim. Megin tilgangur Íslandsferðar Jeremy og samstarfsmanna hans frá Icon Films sem framleiða þættina var að mynda á slóðum Lagarfljótsormsins vegna lokaþáttar 5. þáttaraðarinnar þar sem aðalumfjöllunarefnið er ættingi hans Loch Ness skrímslið skoska. Jeremy Wade fyrir miðju í þurrbúningi og kvikmyndatökumennirnir frá Icon Film sem unnu með honum að gerð þáttarins ásamt Erlendi Geirdal og Jóhannesi Sturlaugssyni frá Laxfiskum Gengið á fund konungs Sögur af Þingvallaurriðanum konungi íslenskra ferskvatnsfiska og rannsóknum Laxfiska á honum bárust Jeremy og félögum til eyrna og þeim fannst því við hæfi á ganga á fund konungs í Íslandsförinni. Þannig æxlaðist það að fólk um víða veröld mun kynnast ísaldarurriðanum í Þingvallavatni og ægifegurð Þingvallavatns og nágrennis. Þar er komið inn á vitneskju frá rannsóknum þeim sem Jóhannes Sturlaugsson og rannsóknafyrirtæki hans Laxfiskar hafa staðið fyrir á Þingvallaurriðanum í yfir áratug. Jóhannes Sturlaugsson og Jeremy Wade Gríðarleg kynning á Íslandi Í ljósi þess hve sjónvarpsefni frá Animal Planet er vinsælt á veraldarvísu og þeirri staðreynd að River Monsters þættir skipa sér í efstu sætin yfir mesta áhorf þátta stöðvarinnar þá er hægt að átta sig á því hve víðtæk og mikil kynning á Íslandi felst í sýningu þáttarins. Til viðmiðunar þá horfðu 1,8 milljónir manna vestan hafs á upphafsþátt 5. þáttaraðarinnar í vor en síðan bætist við áhorf í Evrópu og víðar þegar þættirnir verða teknir til sýninga þar. Fiskisagan flýgur Konungur vor í stærsta náttúrulega vatni landsins Þingvallavatni var venju fremur vant við látinn þegar River Monsters fólkið kom til Íslands í lok júlí enda þá að mestu út á djúpmiðum vatnsins að eltast við murtu. Við merkingarveiðar fengust þó vænir hrygningarfiskar sem gáfu sýn á burði þessara fiska þó svo ekki væri fært á þessum árstíma að kalla til allra stærstu dólgana. Þingvallaurriðinn er goðsögn í lifanda lífi og nú deila Íslendingar þeim sögum um fiskinn stóra, ástir hans, hegðun og örlög með öðrum í heimsbyggðinni." Þannig endar þessi skemmtilega frásögn á laxfiskar.is. Eins og veiðimenn vita hefur Jóhannes um árabil rannsakað ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Á hverju hausti undanfarin ár hefur hann frætt gesti og gangandi um líf urriðans við Öxárá og í fræðslumiðstöð þjóðgarðsins.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði