Ford vél í Smart og Renault Twingo Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 15:45 Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent