Golf

Axel og Guðrún unnu fyrsta mót sumarsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Axel Bóasson á Íslandsmótinu í höggleik á síðasta ári.
Axel Bóasson á Íslandsmótinu í höggleik á síðasta ári. Mynd. gsimyndir.net

Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í Golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki og það var Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum í karlaflokki.

Guðrún Brá lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og blés mikið á keppendur. Sunna Víðisdóttir, GR, lenti í öðru sætinu og Tinna Jóhannsdóttir, GK, varð í því þriðja.

Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. Axel lagði grunninn að sínum sigri á fyrsta hringnum þar sem hann lék á tveimur höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson , GR, varð í öðru sæti mótsins og Haraldur Franklín Magnús, GR, hafnaði í því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×