Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Selfoss 4-1 | Blikar áfram á sigurbraut Óskar Ófeigur Jónsson á Kópavogsvelli skrifar 22. maí 2013 16:51 mynd/valli Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Selfossi á Kópavogsvellinum. Breiðablik hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í sumar og er á toppnum í deildinni ásamt Stjörnunni. Sigur Breiðabliks var nokkuð öruggur og sanngjarn en Selfossliðið fékk þó sín færi til að koma með meiri spennu í leikinn. Birna Kristjánsdóttir var hinsvegar vel vakandi í markinu og bjargaði sínu liði þegar á þurfti. Selfossliðið átti vissulega sína spretti og skapaði sér fín færi en á móti slapp liðið vel hinum. Blikastúlkur tefla fram ógnandi sóknarlínu sem hefur og mun skila liðinu mörgum mörkum í sumar. Blikaliðið fékk draumabyrjun og var komið í 2-0 eftir ellefu mínútna leik með mörkum frá Aldísi Köru Lúðvíksdóttur og Rakel Hönnudóttur. Það stefndi því í stórsigur en Selfossliðið náði úr sér skrekknum og vann sig inn í leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk frábæri færi til þess að nánast gera út um leikinn en klikkaði og Selfossliðið fór upp og minnkaði muninn með laglegu marki frá Guðmundu Brynju Óladóttur. Blikar geta síðan þakkað markverði sínum Birnu Kristjánsdóttur að gestirnir jöfnuðu ekki leikinn fyrir hálfleik. Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var borin af velli í upphafi seinni hálfleiks eftir slæmt höfuðhögg en það tók varamann hennar, Björk Gunnarsdóttur, ekki langan tíma að stimpla sig inn. Björk skoraði þá eftir laglega stungusendingu frá Hlín Gunnlaugsdóttur og sextán mínútum síðar skiptu þær um hlutverk og Hlín kom Blikum í 4-1 eftir stoðsendingu frá Björk. Guðmunda Brynja Óladóttir og Eva Lind Elíasdóttir fengu góð færi til að minnka muninn en Birna Kristjánsdóttir gerði sérstaklega vel í að loka á Evu Lind. Eftir þessi tvö mörk var sigur Blika aldrei í mikilli hættu. Þær tóku þó fótinn af bensíngjöfinni en sigldu engu að síður þremur stigum í hús. Liðið spilaði reyndar síðustu þrettán mínútur leiksins manni færri eftir að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var borin meidd af velli en Breiðablikskonur hefðu engu að síður átt að bæta við fimmta markinu í lokin.Greta Mjöll: Ég er komin með nóg af lýtaaðgerðumGreta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins en endaði síðan leikinn á því að vera borin útaf eftir slæmt höfuðhögg. „Við erum réttri leið og tökum áfram bara leik fyrir leik," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir eftir leikinn en hún var þá komin á fætur á ný eftir að hafa steinlegið á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. „Það var ekki planið að enda leikinn svona. Ég fékk bara eitt stykki hnefa í andlitið og er með sönnunargögn fyrir því," sagði Greta Mjöll og benti á stokkbólgið nefið. „Það er breitt nef og kúla á enninu. Ég þarf að passa mig á því að vera ekki að fara upp í þessa bolta því ég er búin að fá einhverja fimm heilahristinga. Það eru nokkrir læknar búnir að segja að ég megi ekki fá fleiri höfuðhögg," sagði Greta. „Það er alltaf leiðinlegt að geta ekki hjálpað liðsfélögunum en það tók ekki lengri tíma en 30 sekúndur fyrir Björk að skora en hún hafði komið inn á fyrir mig. Þetta einkennir liðið okkar núna því það er alveg sama hver það er sem er að spila. Það er svo mikil breidd og það er aldrei slæmt að vera með einni í liði á æfingum frekar en einhverri annarri," sagði Greta Mjöll. „Það er fáranlega jafn hópur hjá okkur og ég sárvorkenni þjálfaranum okkar að þurfa að velja ellefu leikmenn í byrjunarliðið. Ég myndi ekki vita hvað ég ætti að gera," sagði Greta hreinskilin. Breiðablik er með 12 stig af 12 mögulegum eftir fjóra leiki. „Við erum rosalega sáttar með þessa byrjun en þetta var líka stefnan. Stefnan hjá okkur í sumar er stöðugleiki því það hefur vantað í Breiðablik síðustu árin. Við höfum oft unnið Val og svo tapað á móti liði sem fer niður um deild í næsta leik. Núna erum við búnar að ákveða það að leikurinn okkar skiptir máli og við ætlum að halda okkar standard á móti hvaða liði sem er. Við höldum síðan áfram í næsta leik og við förum í alla leiki á fullu til að vinna," sagði Greta en verður hún með í næsta leik. „Ég ætla bara að sjá til hvernig hálsinn hreyfist og hvort að nefið hjaðni. Það er full skakt fyrir minn smekk núna en ég vona að það sé bara bólga en kalli ekki á fimmtu aðgerðina á nefinu. Ég er komin með nóg af lýtaaðgerðum," sagði Greta.Guðmunda Brynja: Fínt að fá smá mótlætiGuðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, skoraði mark liðsins og var nálægt því að skora annað auk þess að eitt besta færi leiksins kom eftir frábæran undirbúning hennar. „Þetta var smá svekkjandi tap. Það var einbeitingaleysi hjá okkur í nokkrum mörkunum og við hefðum getað gert betur þar," sagði Guðmunda Brynja Óladóttir en það var líka erfitt fyrir liðið að lenda 0-2 undir eftir aðeins ellefu mínútur. „Það svolítið erfitt að koma til baka eftir að lenda 0-2 undir en við komum til baka, skoruðu eitt og áttum færi sem markvörðurinn þeirra varði vel. Mér fannst við líka vaxa í leiknum og verða betri eftir því sem leið á leikinn. Svo kom upp einbeitingarleysi í síðustu tveimur mörkunum og það fór alveg með okkur," sagði nGuðmunda Brynja. „Það er fínt að fá smá mótlæti því það tekur okkur bara niður á jörðina eftir góða byrjun. Við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka enda erum við með þétt lið og kunnum alveg að lenda undir því vorum í þannig stöðu allt síðasta sumar," sagði Guðmunda. „Breiðablik er talið eitt af sterkari liðunum í deildinni, þær eru með mjög gott lið og það er erfitt að spila á móti þeim. Við mætum ÍBV næst sem verður annar hörkuleikur," sagði Guðmunda.Rakel: Það er frábært að hafa svona samkeppniRakel Hönnudóttir skoraði annað mark Blika og tók síðan við fyrirliðabandinu þegar Greta Mjöll varin borin af velli. „Þetta byrjar mjög hjá okkur. Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en hleyptum þeim síðan inn í leikinn aftur. Ég held að við höfum bara klárað þetta í seinni hálfleiknum með baráttu og vilja," sagði Rakel. En var ekki slæmt að sjá fyrirliðann borinn af velli á 49. mínútu. „Það var mjög slæmt því þetta er leiðtoginn okkar sem stjórnar mestu hjá okkur. Það var smá sjokk að missa hana af velli en það kemur bara maður í manns stað. Við leystum það mjög vel," sagði Rakel. Blikaliðið endaði líka með tíu leikmenn eftir að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var borin af velli tíu mínútum fyrir leikslok. „Þegar svona gerist þá þjappa leikmennirnir sér saman og það er frábær liðsheild hjá okkur," sagði Rakel en hvað hefur breyst frá því í fyrra. „Liðið er þéttara og það er meiri liðsheild heldur en í fyrra. Við vorum svolítið út um allt í fyrra. Það er mjög mikil samkeppni í liðinu og leikmennirnir sem komu inn á sýndu það. Þær breyttu leiknum og skoruðu mark. Það er frábært að hafa svona samkeppni. Ég vona að þetta verði skemmtilegt sumar hjá okkur," sagði Rakel. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Selfossi á Kópavogsvellinum. Breiðablik hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í sumar og er á toppnum í deildinni ásamt Stjörnunni. Sigur Breiðabliks var nokkuð öruggur og sanngjarn en Selfossliðið fékk þó sín færi til að koma með meiri spennu í leikinn. Birna Kristjánsdóttir var hinsvegar vel vakandi í markinu og bjargaði sínu liði þegar á þurfti. Selfossliðið átti vissulega sína spretti og skapaði sér fín færi en á móti slapp liðið vel hinum. Blikastúlkur tefla fram ógnandi sóknarlínu sem hefur og mun skila liðinu mörgum mörkum í sumar. Blikaliðið fékk draumabyrjun og var komið í 2-0 eftir ellefu mínútna leik með mörkum frá Aldísi Köru Lúðvíksdóttur og Rakel Hönnudóttur. Það stefndi því í stórsigur en Selfossliðið náði úr sér skrekknum og vann sig inn í leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk frábæri færi til þess að nánast gera út um leikinn en klikkaði og Selfossliðið fór upp og minnkaði muninn með laglegu marki frá Guðmundu Brynju Óladóttur. Blikar geta síðan þakkað markverði sínum Birnu Kristjánsdóttur að gestirnir jöfnuðu ekki leikinn fyrir hálfleik. Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var borin af velli í upphafi seinni hálfleiks eftir slæmt höfuðhögg en það tók varamann hennar, Björk Gunnarsdóttur, ekki langan tíma að stimpla sig inn. Björk skoraði þá eftir laglega stungusendingu frá Hlín Gunnlaugsdóttur og sextán mínútum síðar skiptu þær um hlutverk og Hlín kom Blikum í 4-1 eftir stoðsendingu frá Björk. Guðmunda Brynja Óladóttir og Eva Lind Elíasdóttir fengu góð færi til að minnka muninn en Birna Kristjánsdóttir gerði sérstaklega vel í að loka á Evu Lind. Eftir þessi tvö mörk var sigur Blika aldrei í mikilli hættu. Þær tóku þó fótinn af bensíngjöfinni en sigldu engu að síður þremur stigum í hús. Liðið spilaði reyndar síðustu þrettán mínútur leiksins manni færri eftir að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var borin meidd af velli en Breiðablikskonur hefðu engu að síður átt að bæta við fimmta markinu í lokin.Greta Mjöll: Ég er komin með nóg af lýtaaðgerðumGreta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins en endaði síðan leikinn á því að vera borin útaf eftir slæmt höfuðhögg. „Við erum réttri leið og tökum áfram bara leik fyrir leik," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir eftir leikinn en hún var þá komin á fætur á ný eftir að hafa steinlegið á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. „Það var ekki planið að enda leikinn svona. Ég fékk bara eitt stykki hnefa í andlitið og er með sönnunargögn fyrir því," sagði Greta Mjöll og benti á stokkbólgið nefið. „Það er breitt nef og kúla á enninu. Ég þarf að passa mig á því að vera ekki að fara upp í þessa bolta því ég er búin að fá einhverja fimm heilahristinga. Það eru nokkrir læknar búnir að segja að ég megi ekki fá fleiri höfuðhögg," sagði Greta. „Það er alltaf leiðinlegt að geta ekki hjálpað liðsfélögunum en það tók ekki lengri tíma en 30 sekúndur fyrir Björk að skora en hún hafði komið inn á fyrir mig. Þetta einkennir liðið okkar núna því það er alveg sama hver það er sem er að spila. Það er svo mikil breidd og það er aldrei slæmt að vera með einni í liði á æfingum frekar en einhverri annarri," sagði Greta Mjöll. „Það er fáranlega jafn hópur hjá okkur og ég sárvorkenni þjálfaranum okkar að þurfa að velja ellefu leikmenn í byrjunarliðið. Ég myndi ekki vita hvað ég ætti að gera," sagði Greta hreinskilin. Breiðablik er með 12 stig af 12 mögulegum eftir fjóra leiki. „Við erum rosalega sáttar með þessa byrjun en þetta var líka stefnan. Stefnan hjá okkur í sumar er stöðugleiki því það hefur vantað í Breiðablik síðustu árin. Við höfum oft unnið Val og svo tapað á móti liði sem fer niður um deild í næsta leik. Núna erum við búnar að ákveða það að leikurinn okkar skiptir máli og við ætlum að halda okkar standard á móti hvaða liði sem er. Við höldum síðan áfram í næsta leik og við förum í alla leiki á fullu til að vinna," sagði Greta en verður hún með í næsta leik. „Ég ætla bara að sjá til hvernig hálsinn hreyfist og hvort að nefið hjaðni. Það er full skakt fyrir minn smekk núna en ég vona að það sé bara bólga en kalli ekki á fimmtu aðgerðina á nefinu. Ég er komin með nóg af lýtaaðgerðum," sagði Greta.Guðmunda Brynja: Fínt að fá smá mótlætiGuðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, skoraði mark liðsins og var nálægt því að skora annað auk þess að eitt besta færi leiksins kom eftir frábæran undirbúning hennar. „Þetta var smá svekkjandi tap. Það var einbeitingaleysi hjá okkur í nokkrum mörkunum og við hefðum getað gert betur þar," sagði Guðmunda Brynja Óladóttir en það var líka erfitt fyrir liðið að lenda 0-2 undir eftir aðeins ellefu mínútur. „Það svolítið erfitt að koma til baka eftir að lenda 0-2 undir en við komum til baka, skoruðu eitt og áttum færi sem markvörðurinn þeirra varði vel. Mér fannst við líka vaxa í leiknum og verða betri eftir því sem leið á leikinn. Svo kom upp einbeitingarleysi í síðustu tveimur mörkunum og það fór alveg með okkur," sagði nGuðmunda Brynja. „Það er fínt að fá smá mótlæti því það tekur okkur bara niður á jörðina eftir góða byrjun. Við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka enda erum við með þétt lið og kunnum alveg að lenda undir því vorum í þannig stöðu allt síðasta sumar," sagði Guðmunda. „Breiðablik er talið eitt af sterkari liðunum í deildinni, þær eru með mjög gott lið og það er erfitt að spila á móti þeim. Við mætum ÍBV næst sem verður annar hörkuleikur," sagði Guðmunda.Rakel: Það er frábært að hafa svona samkeppniRakel Hönnudóttir skoraði annað mark Blika og tók síðan við fyrirliðabandinu þegar Greta Mjöll varin borin af velli. „Þetta byrjar mjög hjá okkur. Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en hleyptum þeim síðan inn í leikinn aftur. Ég held að við höfum bara klárað þetta í seinni hálfleiknum með baráttu og vilja," sagði Rakel. En var ekki slæmt að sjá fyrirliðann borinn af velli á 49. mínútu. „Það var mjög slæmt því þetta er leiðtoginn okkar sem stjórnar mestu hjá okkur. Það var smá sjokk að missa hana af velli en það kemur bara maður í manns stað. Við leystum það mjög vel," sagði Rakel. Blikaliðið endaði líka með tíu leikmenn eftir að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var borin af velli tíu mínútum fyrir leikslok. „Þegar svona gerist þá þjappa leikmennirnir sér saman og það er frábær liðsheild hjá okkur," sagði Rakel en hvað hefur breyst frá því í fyrra. „Liðið er þéttara og það er meiri liðsheild heldur en í fyrra. Við vorum svolítið út um allt í fyrra. Það er mjög mikil samkeppni í liðinu og leikmennirnir sem komu inn á sýndu það. Þær breyttu leiknum og skoruðu mark. Það er frábært að hafa svona samkeppni. Ég vona að þetta verði skemmtilegt sumar hjá okkur," sagði Rakel.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira