Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Trausti Hafliðason skrifar 21. maí 2013 12:53 Gunnar Bender sést hér með lax sem hann veiddi síðasta sumar. Gunnar Bender hefur ákveðið að vera með veiðiþáttinn Veiðivaktina á sjónvarpsstöðinni ÍNN í sumar. Veiðiáhugamenn hljóta að fagna þessu enda er Gunnar þekktur fyrir skemmtileg efnistök og mikinn húmor. Gunnar byrjaði með þættina sumarið 2010 og verður þetta því fjórða sumarið í röð sem þættirnir verða á dagskrá ÍNN. Þeir verða á dagskrá vikulega, á miðvikudagskvöldum. „Fyrsti þáttur sumarsins verður 5. júní enda hefst laxveiðitímabilið formlega þann dag þegar bæði Norðurá og Blanda opna," segir Gunnar. „Vonandi náum við að sýna frá opnunardeginum í báðum þessum ám. Maður veit þó ekki enn hvernig staðan verður í Norðurá enda hefur stjórn SVFR verið að reyna að selja opnunarhollið og ef það verður gert þá veit ég ekki hvort við fáum að mynda þar eins og venjulega. Að sögn Gunnars verða þættirnir með svipuðu sniði og undanfarin ár. „Við ætlum nú samt að reyna að vera með aðeins meira af viðtölum og einnig ætlum við að reyna að fara aðeins víðar um landi en við höfum gert. Heimsækja fleiri ár."Hræddur um að sumarið verði erfittAðspurður um væntingar til veiðisumarsins segist Gunnar auðvitað vona að veiðin verði góð. „Ég er samt helvíti hræddur um að þetta verði erfitt sumar," segir hann. „Síðasta sumar var ferlega lélegt og reynslan sýnir okkur að það koma oft tvö eða fleiri léleg veiðisumur í röð. Silungsveiðin hefur nú samt verið góð í vor og ef maður á að vera bjartsýnn þá vonast maður náttúrlega til þess að laxveiðisumarið verði líka gott en það kemur allt í ljós - það er engin hætta á öðru." Gunnar ætlar að fara í Fremri-Laxá á Ásum um næstu helgi, en það er ein þekktasta urriðaveiðiá landsins. Hann segist stefna að því að sýna frá þeirri ferð í fyrsta þætti Veiðivaktarinnar, þann 5. júní.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði
Gunnar Bender hefur ákveðið að vera með veiðiþáttinn Veiðivaktina á sjónvarpsstöðinni ÍNN í sumar. Veiðiáhugamenn hljóta að fagna þessu enda er Gunnar þekktur fyrir skemmtileg efnistök og mikinn húmor. Gunnar byrjaði með þættina sumarið 2010 og verður þetta því fjórða sumarið í röð sem þættirnir verða á dagskrá ÍNN. Þeir verða á dagskrá vikulega, á miðvikudagskvöldum. „Fyrsti þáttur sumarsins verður 5. júní enda hefst laxveiðitímabilið formlega þann dag þegar bæði Norðurá og Blanda opna," segir Gunnar. „Vonandi náum við að sýna frá opnunardeginum í báðum þessum ám. Maður veit þó ekki enn hvernig staðan verður í Norðurá enda hefur stjórn SVFR verið að reyna að selja opnunarhollið og ef það verður gert þá veit ég ekki hvort við fáum að mynda þar eins og venjulega. Að sögn Gunnars verða þættirnir með svipuðu sniði og undanfarin ár. „Við ætlum nú samt að reyna að vera með aðeins meira af viðtölum og einnig ætlum við að reyna að fara aðeins víðar um landi en við höfum gert. Heimsækja fleiri ár."Hræddur um að sumarið verði erfittAðspurður um væntingar til veiðisumarsins segist Gunnar auðvitað vona að veiðin verði góð. „Ég er samt helvíti hræddur um að þetta verði erfitt sumar," segir hann. „Síðasta sumar var ferlega lélegt og reynslan sýnir okkur að það koma oft tvö eða fleiri léleg veiðisumur í röð. Silungsveiðin hefur nú samt verið góð í vor og ef maður á að vera bjartsýnn þá vonast maður náttúrlega til þess að laxveiðisumarið verði líka gott en það kemur allt í ljós - það er engin hætta á öðru." Gunnar ætlar að fara í Fremri-Laxá á Ásum um næstu helgi, en það er ein þekktasta urriðaveiðiá landsins. Hann segist stefna að því að sýna frá þeirri ferð í fyrsta þætti Veiðivaktarinnar, þann 5. júní.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði