Riftu samningi við Pálma Gunnars og félaga Trausti Hafliðason skrifar 20. maí 2013 14:59 Erlendur veiðimaður við Þórðarvörðuhyl í Eldvatni. Mynd / Eldvatn.is Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu. Eins og Veiðivísir greindi frá 29. janúar þá bárust upphaflega þrjú tilboð í Eldvatn. Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna (á ári). Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum, meðal annars um ræktun árinnar og svo fram eftir götunum. Þann 27. febrúar var síðan greint frá því á Veiðivísi að Veiðifélag Eldvatns hefði samið við Verndarsjóðinn til 7 ára og var leiguverðið í kringum 4 milljónir króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Í forsvari fyrir Verndarsjóðinn eru fjórir menn, það eru Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður.Átök á aðalfundi og formannsskipti Heimildir Veiðivísis herma að töluverð átök hafi orðið á aðalfundi Veiðifélags Eldvatns nú í byrjun mánaðarins - fyrst og fremst vegna samningsins sem gerður hafi verið við Verndarsjóðinn. Jón Sigurgrímsson, sem verið hafði formaður félagsins og haft milligöngu um samninginn við Pálma og félaga, sagði á fundinum af sér sem formaður. Nú hefur Guðbrandur Magnússon tekið við formennsku í félaginu. Samkvæmt heimildum Veiðivísis mun Veiðifélagið nú ganga til samninga við Unubót. Jón Sigurgrímsson vildi ekkert tjá sig um málið þegar Veiðivísir hafði samband heldur benti á Guðbrand en ekki hefur náðst í hann í dag.trausti@frettabladid.is Stangveiði Tengdar fréttir Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58 Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56 Óska eftir tilboðum í Eldvatn 2. janúar 2013 14:46 Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu. Eins og Veiðivísir greindi frá 29. janúar þá bárust upphaflega þrjú tilboð í Eldvatn. Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna (á ári). Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum, meðal annars um ræktun árinnar og svo fram eftir götunum. Þann 27. febrúar var síðan greint frá því á Veiðivísi að Veiðifélag Eldvatns hefði samið við Verndarsjóðinn til 7 ára og var leiguverðið í kringum 4 milljónir króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Í forsvari fyrir Verndarsjóðinn eru fjórir menn, það eru Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður.Átök á aðalfundi og formannsskipti Heimildir Veiðivísis herma að töluverð átök hafi orðið á aðalfundi Veiðifélags Eldvatns nú í byrjun mánaðarins - fyrst og fremst vegna samningsins sem gerður hafi verið við Verndarsjóðinn. Jón Sigurgrímsson, sem verið hafði formaður félagsins og haft milligöngu um samninginn við Pálma og félaga, sagði á fundinum af sér sem formaður. Nú hefur Guðbrandur Magnússon tekið við formennsku í félaginu. Samkvæmt heimildum Veiðivísis mun Veiðifélagið nú ganga til samninga við Unubót. Jón Sigurgrímsson vildi ekkert tjá sig um málið þegar Veiðivísir hafði samband heldur benti á Guðbrand en ekki hefur náðst í hann í dag.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Tengdar fréttir Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58 Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56 Óska eftir tilboðum í Eldvatn 2. janúar 2013 14:46 Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58
Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56