Golf

Tók víti inni á klósetti

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Nicolas Colsaerts lenti í óvenjulegum aðstæðum í Búlgaríu.
Nicolas Colsaerts lenti í óvenjulegum aðstæðum í Búlgaríu. Getty Images

Belginn Nicolas Colsaerts lenti í heldur betur óvenjulegu atviki þegar hann var við keppni á Volvo Match Play mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi. Í leik sínum gegn Norður-Íranum Graeme McDowell þá átti Colsaerts slæmt högg á 10. braut. Bolti hans fór í torfæru og þurfti Belginn að taka víti.

Dómari mætti á staðinn og mat að næsti staður til að láta boltann falla væri inni í salerni sem staðsett var þarna á vellinum. Colsaerts lét boltann falla inni á salerninu en gat svo fengið lausn þannig að hann sló fyrir utan salernið. Colsaerts sló þriðja höggi sínu inn á flöt og bjargaði svo pari.

Colsaerts tapaði hins vegar leiknum 2&1 fyrir McDowell sem sigraði að lokum í mótinu eftir úrslitaleik við Thongchai Jadiee.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×