Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Trausti Hafliðason skrifar 31. maí 2013 09:56 Veiðimaður á bökkum Vatnsdalsár. Mynd / Trausti Hafliðason Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, undrast neyðarkall veiðileyfasala. Hann segir sjálfsagt að einstaka veiðleyfasalar reyni að endursemja við sína leigusala. Heildarsamkomulag komi hins vegar ekki til greina enda stangist það á við lög. Landssamband stangaveiðifélaga (LS) sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að samkvæmt nýrri markaðsúttekt, sem unnin hafi verið fyrir sambandið, hafi sala á veiðileyfum dregist saman um 30 prósent samanborið við árið í fyrra.Ögurstund á stangaveiðimarkaðnum „Ögurstund er runnin upp á stangaveiðimarkaðnum á Ísland," segir í yfirlýsingu LS og tekið er fram að nauðsynlegt sé að setjast niður með landeigendum til að bjarga því sem bjargað verði. „Kreppan er núna fyrst að koma fram á þessum markaði og á sama tíma er Evrópa í sárum. Ofan á þetta allt bættist mesta hrun sem orðið hefur í íslenskri laxveiði síðasta sumar. Veiðileyfi á Íslandi eru einfaldlega orðin of dýr í samanburði við hágæða laxveiðileyfi í heiminum," segir í yfirlýsingunni.Ótækt að fara út í allsherjar samráð „Ég get ekki litið á þessu yfirlýsingu öðruvísi en að þetta sé ákall um að menn setjist niður á breiðum grundvelli og reyni að ná einhverju samkomulagi um lækkun veiðileyfa," segir Óðinn. „Þetta er ekki eins einfalt og verið er að gefa í skyn. Menn verða að átta sig á því að veiðileyfamarkaðurinn lýtur ákveðnum lögmálum sem Samkeppniseftirlitið gerir mjög ríkar kröfur um að séu í heiðri haldnar og eitthvað allsherjar samráð á þessum markaði er eitthvað sem þeir sem þekkja til löggjafarinnar myndu aldrei láta sér detta í hug."Þessi umræða skemmir fyrir öllum „Ég verð að segja alveg eins og er að ég er dálítið undrandi yfir þessu. Þetta, ásamt margri annarri opinberri umræðu sem hefur komið úr þessum ranni síðan í haust, er til þess fallið að hafa áhrif á markaðinn og þá til þess verra. Þessi umræða skemmir fyrir öllum og mér finnst ekki rétt að fara fram með þessum hætti. Auðvitað heyrir maður reglulega þennan sama söng um að þetta sé einhver sérstök græðgi landeigenda. Staðreyndin er sú að verð á veiðileyfum hefur að mestu ráðist í útboðum áa á undanförnum árum. Það er ekki til hagsbóta fyrir veiðifélög ef menn eru að gera óraunhæf tilboð í árnar - gera tilboð sem þeir geta ekki staðið við. Það þýðir auðvitað að þeir koma tilbaka og vilja endursemja. Árnar eiga að vera verðlagðar á markaði, það er sú skylda sem á okkur hvílir. Auðvitað viljum við ábyrga og góða verðþróun í þessu sambandi og að menn séu ekki að gera tilboð í ár bara til að klófesta þær án þess að þeir hafi borð fyrir báru og geti staðist einhver áföll."Sumir bera sig illa en aðrir vel Aðspurður hvort yfirlýsing Landssambands stangaveiðifélaga sýni ekki að ástandið sé orðið slæmt segir Óðinn mikilvægt að hafa í huga að staða veiðileyfasala sé misjöfn. Sumir beri sig illa á meðan aðrir gera það ekki. „Ef menn eru í erfiðleikum þá er rétti vettvangurinn að ræða við þá aðila sem þeir hafa gert samninga við. Það hefur alltaf verið þannig og verður væntanlega í framtíðinni þannig að hvert og eitt veiðifélag haldi þannig á samskiptum sínum við sína leigutaka að ekki illa fari."Yfirlýsingin verður ekki formlega á dagskrá aðalfundar LV Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn eftir viku. Óðinn segir að þessi yfirlýsing Landssambandi Stangaveiðifélaga verði ekki formlega á dagskrá fundarins en staða atvinnugreinarinnar í heild verði að sjálfsögðu rædd. „Sjálfstæði veiðifélaga í eigin málum er algert," segir Óðinn „Landssamband Veiðifélaga hefur enga lögsögu yfir veiðifélögum og getur ekki sagt þeim eitt eða neitt um það hvernig þau eigi að haga verðlagi eða öðrum innri málum sínum. Þessir samningar, eins og önnur viðskipti, eiga að vera á milli leigusalans og leigutakans."trausti@frettabladid.is Stangveiði Tengdar fréttir "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Landssamband Stangaveiðifélaga segir samdrátt í sölu laxveiðileyfa yfir þrjátíu prósent og sendir ákall til landeigenda um verðlækkanir strax til að "bjarga því sem bjargað" verði. 30. maí 2013 14:11 Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, undrast neyðarkall veiðileyfasala. Hann segir sjálfsagt að einstaka veiðleyfasalar reyni að endursemja við sína leigusala. Heildarsamkomulag komi hins vegar ekki til greina enda stangist það á við lög. Landssamband stangaveiðifélaga (LS) sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að samkvæmt nýrri markaðsúttekt, sem unnin hafi verið fyrir sambandið, hafi sala á veiðileyfum dregist saman um 30 prósent samanborið við árið í fyrra.Ögurstund á stangaveiðimarkaðnum „Ögurstund er runnin upp á stangaveiðimarkaðnum á Ísland," segir í yfirlýsingu LS og tekið er fram að nauðsynlegt sé að setjast niður með landeigendum til að bjarga því sem bjargað verði. „Kreppan er núna fyrst að koma fram á þessum markaði og á sama tíma er Evrópa í sárum. Ofan á þetta allt bættist mesta hrun sem orðið hefur í íslenskri laxveiði síðasta sumar. Veiðileyfi á Íslandi eru einfaldlega orðin of dýr í samanburði við hágæða laxveiðileyfi í heiminum," segir í yfirlýsingunni.Ótækt að fara út í allsherjar samráð „Ég get ekki litið á þessu yfirlýsingu öðruvísi en að þetta sé ákall um að menn setjist niður á breiðum grundvelli og reyni að ná einhverju samkomulagi um lækkun veiðileyfa," segir Óðinn. „Þetta er ekki eins einfalt og verið er að gefa í skyn. Menn verða að átta sig á því að veiðileyfamarkaðurinn lýtur ákveðnum lögmálum sem Samkeppniseftirlitið gerir mjög ríkar kröfur um að séu í heiðri haldnar og eitthvað allsherjar samráð á þessum markaði er eitthvað sem þeir sem þekkja til löggjafarinnar myndu aldrei láta sér detta í hug."Þessi umræða skemmir fyrir öllum „Ég verð að segja alveg eins og er að ég er dálítið undrandi yfir þessu. Þetta, ásamt margri annarri opinberri umræðu sem hefur komið úr þessum ranni síðan í haust, er til þess fallið að hafa áhrif á markaðinn og þá til þess verra. Þessi umræða skemmir fyrir öllum og mér finnst ekki rétt að fara fram með þessum hætti. Auðvitað heyrir maður reglulega þennan sama söng um að þetta sé einhver sérstök græðgi landeigenda. Staðreyndin er sú að verð á veiðileyfum hefur að mestu ráðist í útboðum áa á undanförnum árum. Það er ekki til hagsbóta fyrir veiðifélög ef menn eru að gera óraunhæf tilboð í árnar - gera tilboð sem þeir geta ekki staðið við. Það þýðir auðvitað að þeir koma tilbaka og vilja endursemja. Árnar eiga að vera verðlagðar á markaði, það er sú skylda sem á okkur hvílir. Auðvitað viljum við ábyrga og góða verðþróun í þessu sambandi og að menn séu ekki að gera tilboð í ár bara til að klófesta þær án þess að þeir hafi borð fyrir báru og geti staðist einhver áföll."Sumir bera sig illa en aðrir vel Aðspurður hvort yfirlýsing Landssambands stangaveiðifélaga sýni ekki að ástandið sé orðið slæmt segir Óðinn mikilvægt að hafa í huga að staða veiðileyfasala sé misjöfn. Sumir beri sig illa á meðan aðrir gera það ekki. „Ef menn eru í erfiðleikum þá er rétti vettvangurinn að ræða við þá aðila sem þeir hafa gert samninga við. Það hefur alltaf verið þannig og verður væntanlega í framtíðinni þannig að hvert og eitt veiðifélag haldi þannig á samskiptum sínum við sína leigutaka að ekki illa fari."Yfirlýsingin verður ekki formlega á dagskrá aðalfundar LV Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn eftir viku. Óðinn segir að þessi yfirlýsing Landssambandi Stangaveiðifélaga verði ekki formlega á dagskrá fundarins en staða atvinnugreinarinnar í heild verði að sjálfsögðu rædd. „Sjálfstæði veiðifélaga í eigin málum er algert," segir Óðinn „Landssamband Veiðifélaga hefur enga lögsögu yfir veiðifélögum og getur ekki sagt þeim eitt eða neitt um það hvernig þau eigi að haga verðlagi eða öðrum innri málum sínum. Þessir samningar, eins og önnur viðskipti, eiga að vera á milli leigusalans og leigutakans."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Tengdar fréttir "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Landssamband Stangaveiðifélaga segir samdrátt í sölu laxveiðileyfa yfir þrjátíu prósent og sendir ákall til landeigenda um verðlækkanir strax til að "bjarga því sem bjargað" verði. 30. maí 2013 14:11 Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
"Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Landssamband Stangaveiðifélaga segir samdrátt í sölu laxveiðileyfa yfir þrjátíu prósent og sendir ákall til landeigenda um verðlækkanir strax til að "bjarga því sem bjargað" verði. 30. maí 2013 14:11