Tiger Woods var nokkuð frá sínu besta á fyrsta degi Memorial-mótsins sem hófst í Ohio-fylki í Bandaríkjunum í gær.
Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hann er sex höggum á eftir efsta manni, Charl Schwartzel.
"Þetta var besta skorið sem möguleiki var á miðað við spilamennskuna hjá mér í dag," sagði Tiger frekar ósáttur eftir daginn.
Hann var þó ekki nærri eins slakur og Rory McIlroy sem er engan veginn að finna sig með Nike-kylfurnar en hann kom í hús á 78 höggum. Ólíklegt er að hann komist í gegnum niðurskurð mótsins.
"Ég hef í rauninni ekki neinar útskýringar á þessari spilamennsku," sagði McIlroy stuttur í spuna.
Tiger og Rory léku illa
