Stangaveiðifélag Akureyrar tíu ára Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2013 07:45 Lífleg starfsemi er hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar eins og sést hér á mynd frá fyrsta hnýtingakvöldi félagsins. Mynd / SVAK. Stangaveiðifélag Akureyrar heldur upp á tíu ára afmæli á laugardaginn og hyggst þá kynna starfsemina fyrir almenningi og bjóða í grillveislu auk þess að veita tíundu bekkingum ókeypis leiðsögn í fluguköstum. Hér er fréttatilkynning Stangaveiðifélags Akureyrar um afmælishátíðina og sögu og starfsemi félagsins: "Stangaveiðifélag Akureyrar er 10 ára um þessar mundir en það var stofnað í maímánuði 2003 á Hótel KEA að viðstöddu fjölmenni. Það var í fyrstu skammstafað SVFA en að ósk stangveiðifélags Akranes sem bar sömu skammstöfun var þessu breytt í SVAK sem þótti reyndar bráðsnjallt því þá var hægt að tala um SVAKalega veiðimenn og konur. Fyrsti formaður félagsins var Ragnar Hólm Ragnarsson sem sat til 2007 en þá tók Erlendur Steinar við og fór fyrir félaginu til ársins 2012. Á vordögum sama ár tók Guðrún Una Jónsdóttir við keflinu. Tilgangur stofnunar félagsins var m.a að setja á fót félag sem væri opið öllum stangaveiðimönnum og legði meðal annars áherslu á að efla félagsstarfið og þjappa mönnum saman með fræðslukvöldum og félagsstarfi af ýmsum toga. Í gegnum árin hafa aðalmarkmið félagsins verið að útvega félagsmönnum veiðileyfi , að stuðla að samstarfi milli stangveiðifélaga á Eyjafjarðarsvæðinu, bjóða uppá fræðslu um íþróttina og styrkja stöðu stangveiði sem almennings og fjölskylduíþróttar. SVAK hefur dafnað og vaxið í gegnum árin. Félagið hefur fjölda veiðisvæða á sínum snærum, flest í umboðssölu en sum á leigu. Þar má nefna Ólafsfjarðará, Hofsá í Skagafirði, Hörgá, Svarfaðardalsá, Fjarðará í Hvalvatnsfirði, Hraun og Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal. SVAK hefur haldið uppi öflugri heimasíðu frá stofnun félagsins þ.s m.a má finna greinargóðar lýsingar á veiðisvæðum félagsins, upplýsingum um félagið ásamt fréttum af veiði. Félagið rekur einnig öflugan söluvef þs hægt er að kaupa veiðileyfi á veiðisvæði á vegum SVAK allan sólarhringinn gegn greiðslu með kreditkorti. Á heimasíðu félagsins svak.is er einnig að finna rafræna veiðibók þs veiðimenn skrá veiði sína og þar fá veiðimenn góðan aðgang að veiðiupplýsingum. Til að stytta veiðimönnum stundir yfir vetrartímann hefur félagið haldið uppi fjölbreyttu vetrarstarfi frá upphafi og hefur það verið vel sótt. Í tilefni afmælisins blæs félagið nú til afmælishátíðar en hún verður haldin við Leirutjörnina hjá Minjasafninu 1.júní nk. og hefst kl. 14. Á dagskránni er m.a grill þs Kjarnafæði og Samherji sjá um veisluföngin og Vífilfell slökkvir þorsta gesta, veiðivörukynning frá Veiðivörur.is, flugukastkeppni þs lengsta kastið og mestu tilþrifin verða verðlaunuð, spúnakastkeppni fyrir börnin þs vegleg verðlaun eru í boði. Þá munu félagar SVAK kynna starfsemi félagsins, veiðisvæði og Veiðiskóla SVAK . Um kvöldið ætla félagar og velunnar SVAK að hittast í Zontahúsinu og rifja upp sögu félagsins yfir mat og drykk. Þar mun ýktasta veiðisagan líka hljóta vegleg verðlaun. Skráning í kvöldfagnaðinn er á svak@svak.is. Þá verður 10.bekkingum í grunnskólum Akureyrar boðið uppá flugukastnámskeið þeim að kostnaðarlausu dagana 1-5. júní." Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Stangaveiðifélag Akureyrar heldur upp á tíu ára afmæli á laugardaginn og hyggst þá kynna starfsemina fyrir almenningi og bjóða í grillveislu auk þess að veita tíundu bekkingum ókeypis leiðsögn í fluguköstum. Hér er fréttatilkynning Stangaveiðifélags Akureyrar um afmælishátíðina og sögu og starfsemi félagsins: "Stangaveiðifélag Akureyrar er 10 ára um þessar mundir en það var stofnað í maímánuði 2003 á Hótel KEA að viðstöddu fjölmenni. Það var í fyrstu skammstafað SVFA en að ósk stangveiðifélags Akranes sem bar sömu skammstöfun var þessu breytt í SVAK sem þótti reyndar bráðsnjallt því þá var hægt að tala um SVAKalega veiðimenn og konur. Fyrsti formaður félagsins var Ragnar Hólm Ragnarsson sem sat til 2007 en þá tók Erlendur Steinar við og fór fyrir félaginu til ársins 2012. Á vordögum sama ár tók Guðrún Una Jónsdóttir við keflinu. Tilgangur stofnunar félagsins var m.a að setja á fót félag sem væri opið öllum stangaveiðimönnum og legði meðal annars áherslu á að efla félagsstarfið og þjappa mönnum saman með fræðslukvöldum og félagsstarfi af ýmsum toga. Í gegnum árin hafa aðalmarkmið félagsins verið að útvega félagsmönnum veiðileyfi , að stuðla að samstarfi milli stangveiðifélaga á Eyjafjarðarsvæðinu, bjóða uppá fræðslu um íþróttina og styrkja stöðu stangveiði sem almennings og fjölskylduíþróttar. SVAK hefur dafnað og vaxið í gegnum árin. Félagið hefur fjölda veiðisvæða á sínum snærum, flest í umboðssölu en sum á leigu. Þar má nefna Ólafsfjarðará, Hofsá í Skagafirði, Hörgá, Svarfaðardalsá, Fjarðará í Hvalvatnsfirði, Hraun og Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal. SVAK hefur haldið uppi öflugri heimasíðu frá stofnun félagsins þ.s m.a má finna greinargóðar lýsingar á veiðisvæðum félagsins, upplýsingum um félagið ásamt fréttum af veiði. Félagið rekur einnig öflugan söluvef þs hægt er að kaupa veiðileyfi á veiðisvæði á vegum SVAK allan sólarhringinn gegn greiðslu með kreditkorti. Á heimasíðu félagsins svak.is er einnig að finna rafræna veiðibók þs veiðimenn skrá veiði sína og þar fá veiðimenn góðan aðgang að veiðiupplýsingum. Til að stytta veiðimönnum stundir yfir vetrartímann hefur félagið haldið uppi fjölbreyttu vetrarstarfi frá upphafi og hefur það verið vel sótt. Í tilefni afmælisins blæs félagið nú til afmælishátíðar en hún verður haldin við Leirutjörnina hjá Minjasafninu 1.júní nk. og hefst kl. 14. Á dagskránni er m.a grill þs Kjarnafæði og Samherji sjá um veisluföngin og Vífilfell slökkvir þorsta gesta, veiðivörukynning frá Veiðivörur.is, flugukastkeppni þs lengsta kastið og mestu tilþrifin verða verðlaunuð, spúnakastkeppni fyrir börnin þs vegleg verðlaun eru í boði. Þá munu félagar SVAK kynna starfsemi félagsins, veiðisvæði og Veiðiskóla SVAK . Um kvöldið ætla félagar og velunnar SVAK að hittast í Zontahúsinu og rifja upp sögu félagsins yfir mat og drykk. Þar mun ýktasta veiðisagan líka hljóta vegleg verðlaun. Skráning í kvöldfagnaðinn er á svak@svak.is. Þá verður 10.bekkingum í grunnskólum Akureyrar boðið uppá flugukastnámskeið þeim að kostnaðarlausu dagana 1-5. júní."
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði