Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop endar tónleikaferð sína um Evrópu með tónleikum í Iðnó sunnudagskvöldið 7. júlí. Lay Low mun hita upp.
Lambchop kemur frá Nashville og hafa verið starfandi í um tuttugu ár. Hún er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun og flutningi en þó halda í hefðir þjóðlaga- og sveitatónlistar Tennessee-ríkis. Tónleikar Lambchop þykja mikil upplifun og því ættu tónlistarunnendur ekki að láta þá fram hjá sér fara.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og standa til miðnættis. Miðasala hefst á Midi.is á morgun, föstudag, klukkan 10.