Metallica bætist í Hróarskelduhópinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. maí 2013 13:38 Metallica spilaði síðast á Hróarskeldu árið 2003, ári fyrir fjölmenna tónleika sveitarinnar í Egilshöll. mynd/getty Bandaríska rokksveitin Metallica kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Tilkynnt var um þetta í dag, og verða tónleikarnir einu tónleikar sveitarinnar í Evrópu í sumar. Drengirnir vinna hörðum höndum að nýrri hljóðversplötu, en fimm ár eru liðin frá því sú síðasta, Death Magnetic, kom út. Þeir ætla hins vegar að vera svo elskulegir að taka sér hlé frá upptökum til þess að spila fyrir rokkþyrsta Norðurlandabúa. Tíu ár eru liðin frá því sveitin spilaði síðast á hátíðinni, en hefð er fyrir því að trommuleikarinn Lars Ulrich tali dönsku á sviðinu á Hróarskeldu. Það fer hann létt með, enda danskur. Meðal helstu listamanna á hátíðinni í ár verða hljómsveitirnar Kraftwerk, Slipknot, Queens of the Stone Age, Sigur Rós, Of Monsters and Men og Kris Kristoffersson. Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Metallica kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Tilkynnt var um þetta í dag, og verða tónleikarnir einu tónleikar sveitarinnar í Evrópu í sumar. Drengirnir vinna hörðum höndum að nýrri hljóðversplötu, en fimm ár eru liðin frá því sú síðasta, Death Magnetic, kom út. Þeir ætla hins vegar að vera svo elskulegir að taka sér hlé frá upptökum til þess að spila fyrir rokkþyrsta Norðurlandabúa. Tíu ár eru liðin frá því sveitin spilaði síðast á hátíðinni, en hefð er fyrir því að trommuleikarinn Lars Ulrich tali dönsku á sviðinu á Hróarskeldu. Það fer hann létt með, enda danskur. Meðal helstu listamanna á hátíðinni í ár verða hljómsveitirnar Kraftwerk, Slipknot, Queens of the Stone Age, Sigur Rós, Of Monsters and Men og Kris Kristoffersson.
Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira