Golf

Haraldur Franklín sigraði í Eyjum

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Haraldur Franklín varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni árið 2012.
Haraldur Franklín varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni árið 2012.

Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í dag í öðru stigamóti Eimskips-mótaraðarinnar í golfi. Leikið var í Vestmannaeyjum og var baráttan mikil á lokahringnum.

Haraldur lék lokahringinn á tveimur höggum yfir pari en hann lék samtals á einu höggi undir pari vallarins eftir þrjá hringi. Björgvin Sigurbergsson háði harða baráttu við Harald en hann lék samtals á pari vallarins og lenti í öðru sæti.

Fjórtan ára undrabarnið Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis og Ragnar Már Garðarsson úr GKG enduðu báðir á einu höggi yfir pari og deildu þeir því þriðja til fjórða sæti mótsins.

Úrslitin má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×