Anna Sólveig Snorradóttir er komin með forystu á Securitas-mótinu í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum. Anna Sólveig lék á 72 höggum í dag og er með eins höggs forskot.
Ingunn Gunnarsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðum hring í dag og lék á 77 höggum. Hún er í fjórða sæti.
Signý Arnórsdóttir lék á sama skori og Anna Sólveig og er einu höggi á eftir Önnu.
Staðan:
1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 74/72/146 +6
2. Signý Arnórsdóttir, GK 75/72/147 +7
3. Karen Guðnadóttir, GS 75/73/148 +8
4. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 72/77/149 +9
5. Tinna Jóhannsdóttir, GK 81/72/153 +13
Anna Sólveig leiðir í Eyjum
