Golf

Birgir Leifur í banastuði í Tékklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Nordicphotos/Getty

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lék annan hringinn á Czech Challenge Open mótinu á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í Evrópu.

Skagamaðurinn er sem stendur í fjórða sæti að loknum tveimur hringjum á tíu höggum undir pari samanlagt. Englendingurinn Adam Gee er í fyrsta sæti á tólf höggum undir pari. Töluverður fjöldi kylfinga á enn eftir að ljúka leik en ljóst er að Birgir Leifur verður í einu efstu sætanna eftir tvo daga.

Birgir Leifur fór á kostum í Drítec í Tékklandi í dag. Hann fékk sjö fugla og tapaði engri holu á hringnum.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×