Veiddu karlana undir borðið Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2013 13:10 Elín Ingólfsdóttir landaði þessum glæsilega laxi í opnunarhollinu í Norðurá; 90 sentimetra hængur. "Þetta er fyrsti flugulaxinn minn. Ótrúlegt. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á hvers konar lax fisk ég var með á," segir Elín Ingólfsdóttir veiðimaður. Elín tók stórglæsilegan lax í Norðurá á fimmtudag. Hún lýsir viðureigninni sem þægilegri, laxinn hafi sýnt sér tillitssemi. "Þetta var frekar auðveld viðureign og ég alveg róleg. Öfugt við það þegar ég fékk fyrsta sjóbirtinginn minn. Maður getur ekki verið annað en ótrúlega montin."Þetta var stórkostlegt Ekki hvarflaði að Elínu að hennar fyrsti lax yrði af þessu kaliberi: "Virkilega fallegur fiskur, glæsilegur og spikfeitur. Við vigtuðum hann ekki, en hann var 90 sentímetrar, og vel sver. Eina sem ég hugsaði var að koma fisknum á land. Þetta var góð taka. Svo sleppti ég og vinkaði bless. Með aðdáun horfði ég á hann synda í burtu, full þakklætis." Flugan sem laxinn tók var Iða, tommutúpa. "Þetta var stórkostlegt. Þetta hafði gengið brösulega þarna um morguninn. Ég setti í annan sem ég missti, í næsta kasti festi ég og sleit en tveimur köstum eftir það tók þessi frekar neðarlega á Eyrinni." Elín Ragnarsdóttir er fiskin með afbrigðum og hún landaði þessum glæsilega laxi, 88 sentímetra löngum; feitum og pattaralegum. Betri helmingurinn Veiðifélagar Elínar, nafna hennar Elín Ragnarsdóttir, Hörður Hafsteinsson og hinn þekkti veiðimaður Ásmundur Helgason. "Elín Ingólfsdóttir fékk stærsta fiskinn, Elín Ragnarsdóttir fékk næst stærsta fiskinn, 88 sm hrygnu af Brotinu. Þær eru betri helmingar Harðar og Ásmundar stjórnarmanna," segir Ásmundur. Hann segir svo frá að stjórn SVFR opnaði veiðisumarið eins og undanfarna áratugi með því að veiða fyrstu vaktir sumarsins í Norðurá, 5. og 6. júní. Samkvæmt venju hóf formaður SVFR veiðar á Brotinu kl. 7 að morgni og sjaldan hefur fyrsti fiskur sumarsins veiðst á jafn skömmum tíma.Stjórnin fékk 12 laxa "Eftir aðeins 3-4 mínútur hafði spegilbjartur lax fallið fyrir Black Eyed Prawn túbu. Og skömmu síðar var fyrsta laxi sumarsins landað, 73 sm hrygnu. Þetta reyndist góð byrjun á annars ágætri opnun Norðurár. Stjórnin fékk 12 laxa á þessum þremur vöktum. Flestir komu af Brotinu en Eyrin og Stokkhylsbrot gáfu einnig." Að sögn Ásmundar var áin ansi vatnsmikil þó vatnshæðin hafi farið lækkandi og hún var ansi hreint lituð, sem þó lagaðist líka aðeins eftir því sem á leið. Við þessar aðstæður, auk þess sem áin var býsna köld, notuðu flestir sökklínur eða sökkenda og veiddu á túbur: "Rauð Frances, Iða, María og Green Brahan voru á meðal flugna sem virkuðu. Veiðin skiptist nokkuð jafnt á þær stangir sem voru við veiðar." Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði
"Þetta er fyrsti flugulaxinn minn. Ótrúlegt. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á hvers konar lax fisk ég var með á," segir Elín Ingólfsdóttir veiðimaður. Elín tók stórglæsilegan lax í Norðurá á fimmtudag. Hún lýsir viðureigninni sem þægilegri, laxinn hafi sýnt sér tillitssemi. "Þetta var frekar auðveld viðureign og ég alveg róleg. Öfugt við það þegar ég fékk fyrsta sjóbirtinginn minn. Maður getur ekki verið annað en ótrúlega montin."Þetta var stórkostlegt Ekki hvarflaði að Elínu að hennar fyrsti lax yrði af þessu kaliberi: "Virkilega fallegur fiskur, glæsilegur og spikfeitur. Við vigtuðum hann ekki, en hann var 90 sentímetrar, og vel sver. Eina sem ég hugsaði var að koma fisknum á land. Þetta var góð taka. Svo sleppti ég og vinkaði bless. Með aðdáun horfði ég á hann synda í burtu, full þakklætis." Flugan sem laxinn tók var Iða, tommutúpa. "Þetta var stórkostlegt. Þetta hafði gengið brösulega þarna um morguninn. Ég setti í annan sem ég missti, í næsta kasti festi ég og sleit en tveimur köstum eftir það tók þessi frekar neðarlega á Eyrinni." Elín Ragnarsdóttir er fiskin með afbrigðum og hún landaði þessum glæsilega laxi, 88 sentímetra löngum; feitum og pattaralegum. Betri helmingurinn Veiðifélagar Elínar, nafna hennar Elín Ragnarsdóttir, Hörður Hafsteinsson og hinn þekkti veiðimaður Ásmundur Helgason. "Elín Ingólfsdóttir fékk stærsta fiskinn, Elín Ragnarsdóttir fékk næst stærsta fiskinn, 88 sm hrygnu af Brotinu. Þær eru betri helmingar Harðar og Ásmundar stjórnarmanna," segir Ásmundur. Hann segir svo frá að stjórn SVFR opnaði veiðisumarið eins og undanfarna áratugi með því að veiða fyrstu vaktir sumarsins í Norðurá, 5. og 6. júní. Samkvæmt venju hóf formaður SVFR veiðar á Brotinu kl. 7 að morgni og sjaldan hefur fyrsti fiskur sumarsins veiðst á jafn skömmum tíma.Stjórnin fékk 12 laxa "Eftir aðeins 3-4 mínútur hafði spegilbjartur lax fallið fyrir Black Eyed Prawn túbu. Og skömmu síðar var fyrsta laxi sumarsins landað, 73 sm hrygnu. Þetta reyndist góð byrjun á annars ágætri opnun Norðurár. Stjórnin fékk 12 laxa á þessum þremur vöktum. Flestir komu af Brotinu en Eyrin og Stokkhylsbrot gáfu einnig." Að sögn Ásmundar var áin ansi vatnsmikil þó vatnshæðin hafi farið lækkandi og hún var ansi hreint lituð, sem þó lagaðist líka aðeins eftir því sem á leið. Við þessar aðstæður, auk þess sem áin var býsna köld, notuðu flestir sökklínur eða sökkenda og veiddu á túbur: "Rauð Frances, Iða, María og Green Brahan voru á meðal flugna sem virkuðu. Veiðin skiptist nokkuð jafnt á þær stangir sem voru við veiðar."
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði