Engin sumarstopp í verksmiðjum BMW, Benz og Audi Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2013 08:45 Mercedes Benz bílar renna út í Kína og Bandaríkjunum Það er ekki góð sala í Evrópu sem verður til þess að hefðbundnar sumarlokanir verði ekki í verksmiðjum þýsku bílaframleiðendanna BMW, Mercedes Benz og Audi. Það er góð sala bíla þeirra í öðrum heimshlutum sem koma í veg fyrir þær og þá helst í Kína og Bandaríkjunum. Salan í Evrópu heldur áfram að minnka sjötta árið í röð en söluaukningin er mikil á stóru mörkuðunum vestanhafs, í Kína og víðar. Það eru ekki bara verksmiðjur í Þýskalandi sem verða keyrðar á fullu í sumar því verksmiðjur þýsku framleiðendanna má finna um allan heim og þar gildir það sama. Þveröfuga sögu er að segja frá öðrum framleiðendum í Evrópu, hvort sem þeir eiga rætur sínar þar eða framleiðendur eins og Ford og General Motors sem eiga margar verksmiðjur í álfunni. Þar verða jafnvel enn lengri sumarlokanir en vanalega eða búa sig undir endanlega lokun. Söluaukning Mercedes Benz í ár er 6% og 7% í maí og sala BMW og Audi er einnig meiri en í fyrra. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Það er ekki góð sala í Evrópu sem verður til þess að hefðbundnar sumarlokanir verði ekki í verksmiðjum þýsku bílaframleiðendanna BMW, Mercedes Benz og Audi. Það er góð sala bíla þeirra í öðrum heimshlutum sem koma í veg fyrir þær og þá helst í Kína og Bandaríkjunum. Salan í Evrópu heldur áfram að minnka sjötta árið í röð en söluaukningin er mikil á stóru mörkuðunum vestanhafs, í Kína og víðar. Það eru ekki bara verksmiðjur í Þýskalandi sem verða keyrðar á fullu í sumar því verksmiðjur þýsku framleiðendanna má finna um allan heim og þar gildir það sama. Þveröfuga sögu er að segja frá öðrum framleiðendum í Evrópu, hvort sem þeir eiga rætur sínar þar eða framleiðendur eins og Ford og General Motors sem eiga margar verksmiðjur í álfunni. Þar verða jafnvel enn lengri sumarlokanir en vanalega eða búa sig undir endanlega lokun. Söluaukning Mercedes Benz í ár er 6% og 7% í maí og sala BMW og Audi er einnig meiri en í fyrra.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent