Þetta myndskeið hafa ein og hálf milljónir manna séð á youtube. Í því sést maður klæddur í viðeigandi fatnað í Saudi Arabíu sitja á húddi bíls og skrifa textaskilaboð í miklum makindum.
Það skrítna er að bíllinn sá er á fullri ferð í talsverðri umferð, en það truflar ekki þennan slaka og uppátækjasama mann. Hætt er við að athæfi hans hefði verið stöðvar af lögreglu ef hún hefði borið að.