Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Trausti Hafliðason skrifar 4. júní 2013 21:28 Hermann Svendsen með fallegan lax sem veiddist í opnun Blöndu fyrir ári síðan. Laxveiðitímabilið byrjar í fyrramálið þegar Blanda og Norðurá opna. Þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð er Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, bjartsýnn. „Það er búið að sjást lax í Blöndu svo ég er bjartsýnn," segir Stefán. „Áin er hins vegar mjög lituð og það er meira vatn en venjulega sem mun gera þetta erfiðara. Opnanir síðastliðinna ára hafa verið að gefa mjög fína veiði. Í fyrra komu 28 laxar á land en vegna þessara erfiðu aðstæðna nú verð ég mjög ánægður ef við náum 10 til 20 löxum." Stefán segir að veiðin í Blöndu hafi verið mjög góð undanfarin ár eða á bilinu 1.000 til 2.200 laxar. Hann segir að Blöndulón sé nánast tómt og því sé útlit fyrir að áin fari ekki á yfirfall fyrr en í september sem þýði að hægt verði að veiða lengur en venjulega. „Ég spái því að í sumar fari áin í 1.500 laxa," segir hann. Aðspurður segist Stefán telja að laxveiðisumarið í heild verði gott. Menn hafi þegar séð lax í flestum ám og það sé ávísun á gott sumar. „Ég er sérstaklega spenntur að sjá hvað verður mikið af stórlaxi í sumar. Ég vona svo innilega að smálaxinn sem ekki skilaði sér í fyrra komi nú sem stórlax." Auk Stefáns verður Árni Baldursson, forstjóri Lax-á, í opnun Blöndu og einnig þeir Ingvar Svendsen og Ingvar Stefánsson. Stefán segir að enn sé hægt að krækja sér í leyfi í Blöndu í júní. Enn séu nokkrir dagar óseldir en þeir rjúki venjulega út um leið og fyrstu laxarnir komi á land.trausti@frettabladid.is Stangveiði Tengdar fréttir Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur mun opna Norðurá á miðvikudaginn. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, spáir því að veiðin taki stökk frá því í fyrra en þá veiddust 950 laxar í ánni. 3. júní 2013 19:27 Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Laxveiðitímabilið byrjar í fyrramálið þegar Blanda og Norðurá opna. Þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð er Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, bjartsýnn. „Það er búið að sjást lax í Blöndu svo ég er bjartsýnn," segir Stefán. „Áin er hins vegar mjög lituð og það er meira vatn en venjulega sem mun gera þetta erfiðara. Opnanir síðastliðinna ára hafa verið að gefa mjög fína veiði. Í fyrra komu 28 laxar á land en vegna þessara erfiðu aðstæðna nú verð ég mjög ánægður ef við náum 10 til 20 löxum." Stefán segir að veiðin í Blöndu hafi verið mjög góð undanfarin ár eða á bilinu 1.000 til 2.200 laxar. Hann segir að Blöndulón sé nánast tómt og því sé útlit fyrir að áin fari ekki á yfirfall fyrr en í september sem þýði að hægt verði að veiða lengur en venjulega. „Ég spái því að í sumar fari áin í 1.500 laxa," segir hann. Aðspurður segist Stefán telja að laxveiðisumarið í heild verði gott. Menn hafi þegar séð lax í flestum ám og það sé ávísun á gott sumar. „Ég er sérstaklega spenntur að sjá hvað verður mikið af stórlaxi í sumar. Ég vona svo innilega að smálaxinn sem ekki skilaði sér í fyrra komi nú sem stórlax." Auk Stefáns verður Árni Baldursson, forstjóri Lax-á, í opnun Blöndu og einnig þeir Ingvar Svendsen og Ingvar Stefánsson. Stefán segir að enn sé hægt að krækja sér í leyfi í Blöndu í júní. Enn séu nokkrir dagar óseldir en þeir rjúki venjulega út um leið og fyrstu laxarnir komi á land.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Tengdar fréttir Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur mun opna Norðurá á miðvikudaginn. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, spáir því að veiðin taki stökk frá því í fyrra en þá veiddust 950 laxar í ánni. 3. júní 2013 19:27 Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur mun opna Norðurá á miðvikudaginn. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, spáir því að veiðin taki stökk frá því í fyrra en þá veiddust 950 laxar í ánni. 3. júní 2013 19:27