Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 3. júní 2013 19:27 Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, þreytir lax í opnun Norðurár síðasta sumar. Mynd / Trausti Hafliðason Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur mun opna Norðurá á miðvikudaginn. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, spáir því að veiðin taki stökk frá því í fyrra en þá veiddust 950 laxar í ánni. „Nú tekur hún stökk og gefur 1.894 fiska," segir Bjarni í samtali við Veiðivísi. „Ég ætla að taka nokkra af þeim." Eins og spáin gefur til kynna hefur Bjarni trú á góðri veiði í Norðurá í sumar. „Árnefndin hefur þegar séð laxa bylta sér á Broti og í Drottningu. Það er hlýtt, gott vatn og væta í kortunum. Ég leyfi mér því að spá góðri opnun."Síðustu tvær til þrjár vaktirnar verða hugsanlega seldar Eins og flestum veiðiáhugamönnum er kunnugt óskaði stjórnin eftir tilboðum í opnunarhollið en aðspurður hvort einhver tilboð hafi borist svarar Bjarni? „Við vildum selja hollið í heilu lagi, 10 stangir í 2.5 daga. Fengum nokkra áhugasama til að hnusa af pakkanum en engan sem vildi taka. Þess vegna ákváðum við að gera gott úr þessu og fara galvaskir eins og venjulega og sýna þessum áhugasömu kaupendum svart á hvítu hvað það var sem þeir misstu af." Bjarni segir að ekki sé útilokað að hluti af opnunarhollinu muni verða selt. „Opnunin hefur verið 8 til 9 stangir í fimm vaktir eða 2.5 daga í gegnum tíðina. Í ár opnum við með 7 stöngum í einn dag eða tvær til þrjár vaktir. Um leið og fysti laxinn tekur, þá munum við setja það sem eftir er, í vefsöluna og ég vona að það verði slegist um stangirnar þá."Þetta verður ágætis sumar Laxveiðin síðasta sumar var eins og flestir vita arfaslök víðast hvar. Bjarni segist verða bjartsýnni eftir því sem nær hafi dregið byrjun tímabilsins nú. „Það er talsvert búið að sjást af laxi og það víða," segir hann. „Elliðaár, Norðurá, Kjósin, Sogið, Rangár allsstaðar sjá menn laxa og svo eru menn búnir að sjá hann fyrir norðan. Í Blöndu, Miðfirði, Húseyjarkvísl og víðar. Hann er mættur, fyrr en áður og það er meira af honum. Loks heyrði ég af loðnusjómanni sem sagði að þeir hefðu orðið meira varir við lax sem meðafla en í fyrra. Þetta verður ágætis sumar."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur mun opna Norðurá á miðvikudaginn. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, spáir því að veiðin taki stökk frá því í fyrra en þá veiddust 950 laxar í ánni. „Nú tekur hún stökk og gefur 1.894 fiska," segir Bjarni í samtali við Veiðivísi. „Ég ætla að taka nokkra af þeim." Eins og spáin gefur til kynna hefur Bjarni trú á góðri veiði í Norðurá í sumar. „Árnefndin hefur þegar séð laxa bylta sér á Broti og í Drottningu. Það er hlýtt, gott vatn og væta í kortunum. Ég leyfi mér því að spá góðri opnun."Síðustu tvær til þrjár vaktirnar verða hugsanlega seldar Eins og flestum veiðiáhugamönnum er kunnugt óskaði stjórnin eftir tilboðum í opnunarhollið en aðspurður hvort einhver tilboð hafi borist svarar Bjarni? „Við vildum selja hollið í heilu lagi, 10 stangir í 2.5 daga. Fengum nokkra áhugasama til að hnusa af pakkanum en engan sem vildi taka. Þess vegna ákváðum við að gera gott úr þessu og fara galvaskir eins og venjulega og sýna þessum áhugasömu kaupendum svart á hvítu hvað það var sem þeir misstu af." Bjarni segir að ekki sé útilokað að hluti af opnunarhollinu muni verða selt. „Opnunin hefur verið 8 til 9 stangir í fimm vaktir eða 2.5 daga í gegnum tíðina. Í ár opnum við með 7 stöngum í einn dag eða tvær til þrjár vaktir. Um leið og fysti laxinn tekur, þá munum við setja það sem eftir er, í vefsöluna og ég vona að það verði slegist um stangirnar þá."Þetta verður ágætis sumar Laxveiðin síðasta sumar var eins og flestir vita arfaslök víðast hvar. Bjarni segist verða bjartsýnni eftir því sem nær hafi dregið byrjun tímabilsins nú. „Það er talsvert búið að sjást af laxi og það víða," segir hann. „Elliðaár, Norðurá, Kjósin, Sogið, Rangár allsstaðar sjá menn laxa og svo eru menn búnir að sjá hann fyrir norðan. Í Blöndu, Miðfirði, Húseyjarkvísl og víðar. Hann er mættur, fyrr en áður og það er meira af honum. Loks heyrði ég af loðnusjómanni sem sagði að þeir hefðu orðið meira varir við lax sem meðafla en í fyrra. Þetta verður ágætis sumar."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði