Great Wall ætlar framúr Jeep Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2013 11:45 Great Wall Haval 5 jeppi Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur ekki hógvær áformin, en menn þar á bæ ætla innan þriggja til fjögurra ára að fara framúr bandaríska framleiðandanum Jeep í framleiðslumagni jeppa. Þau áform er brött í ljósi þess að Jeep framleiddi 701.626 jeppa á síðasta ári en Great Wall 279.956. Það þýðir samt að kínverski framleiðandinn er að ná Land Rover í fjölda seldra jeppa en Land Rover seldi 316.000 slíka í fyrra. Söluaukningin í jeppum er gríðarleg milli ára hjá Great Wall, eða 90% í fyrra. Great Wall ætlar að fjölga verkfræðingum um 40% á næstunni og verða þeir þá orðnir fleiri en 10.000 talsins. Forstjóri Great Wall, Wei Jianjun, er fimmti ríkasti maður Kína og hlutabréf í Great Wall hafa hækkað um 53% frá áramótum. Kemur sú hækkun ofan á tvöföldun á verði þeirra á síðasta ári.Salan ekki einvörðungu í KínaSala á bílum Great Wall er ekki bara í heimalandinu því Rússland er stór markaður fyrir bíla þeirra og söluaukning Great Wall bíla er mest í Írak. Útflutningur hefur einnig verið til Ástralíu og Evrópu, helst þá ítalíu. Great Wall er eini kínverski bílaframleiðandinn sem hefur leyfi til að selja bíla í Evrópu. Great Wall er stærsti jeppaframleiðandi í Kína og hefur verið það frá árinu 2010. Fyrirtækið er þó ekki nema í áttunda sæti þegar kemur að framleiðslu allra gerða af bílum, en hún nam 676.000 alls í fyrra. Af þeim seldust 96.500 utan heimalandsins. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur ekki hógvær áformin, en menn þar á bæ ætla innan þriggja til fjögurra ára að fara framúr bandaríska framleiðandanum Jeep í framleiðslumagni jeppa. Þau áform er brött í ljósi þess að Jeep framleiddi 701.626 jeppa á síðasta ári en Great Wall 279.956. Það þýðir samt að kínverski framleiðandinn er að ná Land Rover í fjölda seldra jeppa en Land Rover seldi 316.000 slíka í fyrra. Söluaukningin í jeppum er gríðarleg milli ára hjá Great Wall, eða 90% í fyrra. Great Wall ætlar að fjölga verkfræðingum um 40% á næstunni og verða þeir þá orðnir fleiri en 10.000 talsins. Forstjóri Great Wall, Wei Jianjun, er fimmti ríkasti maður Kína og hlutabréf í Great Wall hafa hækkað um 53% frá áramótum. Kemur sú hækkun ofan á tvöföldun á verði þeirra á síðasta ári.Salan ekki einvörðungu í KínaSala á bílum Great Wall er ekki bara í heimalandinu því Rússland er stór markaður fyrir bíla þeirra og söluaukning Great Wall bíla er mest í Írak. Útflutningur hefur einnig verið til Ástralíu og Evrópu, helst þá ítalíu. Great Wall er eini kínverski bílaframleiðandinn sem hefur leyfi til að selja bíla í Evrópu. Great Wall er stærsti jeppaframleiðandi í Kína og hefur verið það frá árinu 2010. Fyrirtækið er þó ekki nema í áttunda sæti þegar kemur að framleiðslu allra gerða af bílum, en hún nam 676.000 alls í fyrra. Af þeim seldust 96.500 utan heimalandsins.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent