Enn veiða Drangsnesingar í Bjarnarfjarðará Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. júní 2013 21:11 Bjarni Steinn Haraldsson var einn þeirra íbúa sem veitt hefur í boði Kaldaraneshrepps í Bjarnarfjarðará. Mynd Drangsnes.is Allir sem áttu lögheimili í Kaldraneshreppi 1. maí fá úthlutað veiðidegi í sjóbleikjuánni Bjarnarfjarðará. Undir jarðir sveitarfélagins heyrir um fjórðungur veiðiréttarins í ánni.. Aðrir veiðidagar en þeir sem Kaldraneshreppur ræður yfir eru á forræði nokkurra jarðeiganda við Bjarnarfjarðará. Fremur flókið hefur verið fyrir utanaðkomandi að komast til veiða í þessari sjóbleikjuparadís frá því veiðifélag árinnar samþykkti að hætta útleigu hennar og skipta dögunum milli eigendanna sem hver ráðstafar sínum leyfum. Veitt er á fjórar stangir í ánni en enginn á fleiri en tvær stangir í einu. Sumarið sem nú gengur í hönd er það sjöunda í röð sem Kaldraneshreppur skiptir sínum leyfum milli heimamanna sem flestir búa á Drangsnesi. Ánægja mun vera hjá mörgum íbúanna með þetta fyrirkomulag sem er að festa sig í sessi. Veitt er í Bjarnarfjarðará frá 20. júní til 30.september. Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði
Allir sem áttu lögheimili í Kaldraneshreppi 1. maí fá úthlutað veiðidegi í sjóbleikjuánni Bjarnarfjarðará. Undir jarðir sveitarfélagins heyrir um fjórðungur veiðiréttarins í ánni.. Aðrir veiðidagar en þeir sem Kaldraneshreppur ræður yfir eru á forræði nokkurra jarðeiganda við Bjarnarfjarðará. Fremur flókið hefur verið fyrir utanaðkomandi að komast til veiða í þessari sjóbleikjuparadís frá því veiðifélag árinnar samþykkti að hætta útleigu hennar og skipta dögunum milli eigendanna sem hver ráðstafar sínum leyfum. Veitt er á fjórar stangir í ánni en enginn á fleiri en tvær stangir í einu. Sumarið sem nú gengur í hönd er það sjöunda í röð sem Kaldraneshreppur skiptir sínum leyfum milli heimamanna sem flestir búa á Drangsnesi. Ánægja mun vera hjá mörgum íbúanna með þetta fyrirkomulag sem er að festa sig í sessi. Veitt er í Bjarnarfjarðará frá 20. júní til 30.september.
Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði