576 hestafla Vauxhall Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2013 12:53 Þegar kappa skal við BMW M5, Mercedes Benz E63 AMG og Audi RS4 um hylli dugar ekkert minna en 576 hestöfl og sportlegir aksturseiginleikar. Þetta breska útspil General Motors heitir Vauxhall VXR8 GTS sem hefur fengið lánaða vélina úr Chevrolet Camaro ZL1 mun standa breskum kaupendum til boða í enda þessa árs. Verðið verður 54.999 pund, eða rétt yfir 10 milljónum króna. Forveri þessa bíls var með sömu vél og finna mátti í Chevrolet Corvettu og Camaro SS sem var ríflega 400 hestöfl, en hefur nú fengið 150 hestafla stóð í viðbót, sem mundi duga flestum bílum einvörðungu. Forverinn komst á 4,9 sekúndum í hundrað en þessi verður því mun fljótari, en það er ekki uppgefið enn hversu fljótur hann er. Bíllinn er að auki straumlínulagaðri, er á breiðari dekkjum og er með spyrnustýringu (launch control). Hann hefur líka fengið væna yfirhalningu á innréttingunni og sætin er hreinræktuð sportsæti. Þessi bíll gæti einnig dúkkað upp í Bandaríkjunum undir nafninu Chevrolet SS, en það á bara eftir að koma í ljós. Í meðfylgjandi myndskeiði sést forveri hins nýja Vauxhall þar sem hann er borinn saman við Audi RS4. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent
Þegar kappa skal við BMW M5, Mercedes Benz E63 AMG og Audi RS4 um hylli dugar ekkert minna en 576 hestöfl og sportlegir aksturseiginleikar. Þetta breska útspil General Motors heitir Vauxhall VXR8 GTS sem hefur fengið lánaða vélina úr Chevrolet Camaro ZL1 mun standa breskum kaupendum til boða í enda þessa árs. Verðið verður 54.999 pund, eða rétt yfir 10 milljónum króna. Forveri þessa bíls var með sömu vél og finna mátti í Chevrolet Corvettu og Camaro SS sem var ríflega 400 hestöfl, en hefur nú fengið 150 hestafla stóð í viðbót, sem mundi duga flestum bílum einvörðungu. Forverinn komst á 4,9 sekúndum í hundrað en þessi verður því mun fljótari, en það er ekki uppgefið enn hversu fljótur hann er. Bíllinn er að auki straumlínulagaðri, er á breiðari dekkjum og er með spyrnustýringu (launch control). Hann hefur líka fengið væna yfirhalningu á innréttingunni og sætin er hreinræktuð sportsæti. Þessi bíll gæti einnig dúkkað upp í Bandaríkjunum undir nafninu Chevrolet SS, en það á bara eftir að koma í ljós. Í meðfylgjandi myndskeiði sést forveri hins nýja Vauxhall þar sem hann er borinn saman við Audi RS4.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent