Blússandi gangur í laxveiðinni Trausti Hafliðason skrifar 20. júní 2013 07:30 Laxveiðin fer mjög vel af stað víðs vegar um land. Veiðimenn eru einróma um að laxinn sé vel haldinn og greinilegt að hann hafi haft nóg æti í sjónum. Í veiðinni er venjan sú að tveggja ára lax, lax sem hefur verið tvö ár í sjó, skili sér fyrst í árnar. Það hefur hann gert í ár en það sem vakið hefur sérstaka athygli nú er að smálaxinn er þegar farinn að ganga og hann virðist vænni en í fyrra. Þótt allt of snemmt sé að spá fyrir um veiðisumarið lofar þessi byrjun svo sannarlega góðu.Þetta er óskabyrjun Í Þverá, sem opnaði 12. júní, voru í fyrrakvöld komnir 40 laxar á land, þar af kom 21 í opnuninni. Í Kjarrá, sem opnaði 15. júní, eru komnir 54 laxar á land. „Þetta er óskabyrjun,“ segir Ingólfur Ásgeirsson. „Þetta er einhver besta opnun í Þverá í manna minnum. Að stærstum hluta er þetta fallegur tveggja ára lax sem er mjög vel haldinn og smálaxinn sem hefur líka verið að skila sér sem er mjög jákvætt. Við verðum líka að átta okkur á því að við erum á milli strauma – það verður ekki stórstreymt fyrr en eftir helgi. Vegna þessa er mjög merkilegt að við séum að sjá svona sterkar göngur strax.“ „Ástandið á stofninum virðist vera eins og best verður á kosið og það má segja að það sé staðan úti um allt land. Veiðimálastofnun var líka að benda á að ástandið í sjó hafi verið með besta móti – fiskurinn hafi nóg æti. Síðan er líka spurning hvort eitthvað af þessum laxi sem skilaði sér ekki í fyrra sé að gera það núna. Það væri óskandi. Það er því ekki hægt að segja annað en að þetta allt saman gefi tilefni til þess að vera bjartsýnn fyrir sumarið.“Þykkur og pattaralegur Haffjarðará opnaði á sunnudaginn, 16. júní. Fyrstu þrjá dagana veiddust 40 laxar og var eingöngu veitt á þrjár stangir. Einar Sigfússon, einn eigandi árinnar, segir þetta alveg ljómandi byrjun. „Þetta er betri byrjun en undanfarin ár og eins og annars staðar kemur fiskurinn mjög vel haldinn úr sjó,“ segir Einar. „Ég man varla eftir að hafa séð svona fallega fiska í byrjun sumars. Laxinn er þykkur og pattaralegur. Sömu sögu er hægt að segja um smálaxinn þannig að þetta lofar allt mjög góðu tel ég. Nú krossar maður bara fingurna og vonar að framhaldið verði í sama dúr.“ Veiði í Blöndu hófst 5. júní og var byrjunin erfið sökum veðurs og þess hversu áin var skoluð. Í fyrrakvöld voru samt 64 laxar komnir á land sem er mjög gott að sögn Þorsteins Hafþórssonar, veiðileiðsögumanns á Blönduósi. „Áin er í rólegheitum að hreinsa sig og hængarnir eru byrjaðir að sýna sig,“ segir Þorsteinn. „Laxarnir sem hafa verið að veiðast hafa flestir verið á bilinu 80 til 85 sentímetrar en þó veiddist ein 95 sentímetra hrygna hérna á þriðjudagskvöldið.“Tröllanáttúra við Skjálfandafljót Skjálfandafljót opnaði á þriðjudaginn og veiddust 19 laxar fyrsta daginn. „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé besta byrjun frá upphafi,“ segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. „Þetta er orðin uppáhaldsáin mín í dag. Þarna er alvöru vatn og tröllanáttúra.“Vísbendingar um góðar smálaxagöngur Mælingar á hreistri smálaxa í Norðurá og Þjórsá sýna að aðstæður í hafi hafa verið góðar. Þetta kemur fram á vef Veiðimálastofnunar. „Eins og mönnum er enn í fersku minni var smálaxagengd (lax sem er eitt ár í sjó) og veiði síðasta sumar lítil. Rannsóknir á hreistri sýndu að sjávarvöxtur smálaxa í fyrra var mjög lélegur,“ segir á vef stofnunarinnar. „Gagnaraðir Veiðimálastofnunar sýna að þegar vöxtur er lítill í sjó eru göngur einnig litlar og þar með veiði. Þetta skýrist af því að þegar skilyrði eru erfið í sjó er vöxtur minni og afföll meiri.“ „Nú eru fyrstu smálaxar sumarsins farnir að sýna sig á veiðislóð. Sýni hafa verið tekin af laxi í Norðurá og í Þjórsá. Mælingar af smálaxahreistri úr báðum þessum ám sýna að sjávarvöxtur er góður. Þetta eru góðar fréttir og gefur sterka vísbendingu um að smálaxagengd á Suður- og Vesturlandi verði mun betri en á síðastliðnu sumri. Smálax á Norðurlandi kemur heldur síðar og þarf einnig að fylgjast vel með ástandi hans þegar hann sýnir sig." „Lax er farinn að sýna sig víða í ám. Vísbendingar eru um að stórlax sé smár eins og við mátti búast enda var lax af sama árgangi, þ.e. smálax í fyrra, smár. Hins vegar er smálax einnig mættur í ár á Suður- og Vesturlandi sem er snemmt og veit á gott með veiði sumarsins,“ segir á vef Veiðimálastofnunar.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Laxveiðin fer mjög vel af stað víðs vegar um land. Veiðimenn eru einróma um að laxinn sé vel haldinn og greinilegt að hann hafi haft nóg æti í sjónum. Í veiðinni er venjan sú að tveggja ára lax, lax sem hefur verið tvö ár í sjó, skili sér fyrst í árnar. Það hefur hann gert í ár en það sem vakið hefur sérstaka athygli nú er að smálaxinn er þegar farinn að ganga og hann virðist vænni en í fyrra. Þótt allt of snemmt sé að spá fyrir um veiðisumarið lofar þessi byrjun svo sannarlega góðu.Þetta er óskabyrjun Í Þverá, sem opnaði 12. júní, voru í fyrrakvöld komnir 40 laxar á land, þar af kom 21 í opnuninni. Í Kjarrá, sem opnaði 15. júní, eru komnir 54 laxar á land. „Þetta er óskabyrjun,“ segir Ingólfur Ásgeirsson. „Þetta er einhver besta opnun í Þverá í manna minnum. Að stærstum hluta er þetta fallegur tveggja ára lax sem er mjög vel haldinn og smálaxinn sem hefur líka verið að skila sér sem er mjög jákvætt. Við verðum líka að átta okkur á því að við erum á milli strauma – það verður ekki stórstreymt fyrr en eftir helgi. Vegna þessa er mjög merkilegt að við séum að sjá svona sterkar göngur strax.“ „Ástandið á stofninum virðist vera eins og best verður á kosið og það má segja að það sé staðan úti um allt land. Veiðimálastofnun var líka að benda á að ástandið í sjó hafi verið með besta móti – fiskurinn hafi nóg æti. Síðan er líka spurning hvort eitthvað af þessum laxi sem skilaði sér ekki í fyrra sé að gera það núna. Það væri óskandi. Það er því ekki hægt að segja annað en að þetta allt saman gefi tilefni til þess að vera bjartsýnn fyrir sumarið.“Þykkur og pattaralegur Haffjarðará opnaði á sunnudaginn, 16. júní. Fyrstu þrjá dagana veiddust 40 laxar og var eingöngu veitt á þrjár stangir. Einar Sigfússon, einn eigandi árinnar, segir þetta alveg ljómandi byrjun. „Þetta er betri byrjun en undanfarin ár og eins og annars staðar kemur fiskurinn mjög vel haldinn úr sjó,“ segir Einar. „Ég man varla eftir að hafa séð svona fallega fiska í byrjun sumars. Laxinn er þykkur og pattaralegur. Sömu sögu er hægt að segja um smálaxinn þannig að þetta lofar allt mjög góðu tel ég. Nú krossar maður bara fingurna og vonar að framhaldið verði í sama dúr.“ Veiði í Blöndu hófst 5. júní og var byrjunin erfið sökum veðurs og þess hversu áin var skoluð. Í fyrrakvöld voru samt 64 laxar komnir á land sem er mjög gott að sögn Þorsteins Hafþórssonar, veiðileiðsögumanns á Blönduósi. „Áin er í rólegheitum að hreinsa sig og hængarnir eru byrjaðir að sýna sig,“ segir Þorsteinn. „Laxarnir sem hafa verið að veiðast hafa flestir verið á bilinu 80 til 85 sentímetrar en þó veiddist ein 95 sentímetra hrygna hérna á þriðjudagskvöldið.“Tröllanáttúra við Skjálfandafljót Skjálfandafljót opnaði á þriðjudaginn og veiddust 19 laxar fyrsta daginn. „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé besta byrjun frá upphafi,“ segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. „Þetta er orðin uppáhaldsáin mín í dag. Þarna er alvöru vatn og tröllanáttúra.“Vísbendingar um góðar smálaxagöngur Mælingar á hreistri smálaxa í Norðurá og Þjórsá sýna að aðstæður í hafi hafa verið góðar. Þetta kemur fram á vef Veiðimálastofnunar. „Eins og mönnum er enn í fersku minni var smálaxagengd (lax sem er eitt ár í sjó) og veiði síðasta sumar lítil. Rannsóknir á hreistri sýndu að sjávarvöxtur smálaxa í fyrra var mjög lélegur,“ segir á vef stofnunarinnar. „Gagnaraðir Veiðimálastofnunar sýna að þegar vöxtur er lítill í sjó eru göngur einnig litlar og þar með veiði. Þetta skýrist af því að þegar skilyrði eru erfið í sjó er vöxtur minni og afföll meiri.“ „Nú eru fyrstu smálaxar sumarsins farnir að sýna sig á veiðislóð. Sýni hafa verið tekin af laxi í Norðurá og í Þjórsá. Mælingar af smálaxahreistri úr báðum þessum ám sýna að sjávarvöxtur er góður. Þetta eru góðar fréttir og gefur sterka vísbendingu um að smálaxagengd á Suður- og Vesturlandi verði mun betri en á síðastliðnu sumri. Smálax á Norðurlandi kemur heldur síðar og þarf einnig að fylgjast vel með ástandi hans þegar hann sýnir sig." „Lax er farinn að sýna sig víða í ám. Vísbendingar eru um að stórlax sé smár eins og við mátti búast enda var lax af sama árgangi, þ.e. smálax í fyrra, smár. Hins vegar er smálax einnig mættur í ár á Suður- og Vesturlandi sem er snemmt og veit á gott með veiði sumarsins,“ segir á vef Veiðimálastofnunar.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði