Táningurinn á fimm högg á hetjuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 12:45 Nordicphotos/AFP Michael Kim brosti út að eyrum þegar hann leit á stöðuna að lokinni 15. holu á þriðja hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. „Ég fylgdist vel með stöðuskiltinu. Ekki vegna þess að ég vildi vita hvernig mér gengi heldur fannst mér svo svalt að sjá nafnið mitt við hlið nafna á borð við Mickelson, Donald og Schwartzel. Það var stórkostleg tilfinning," sagði Kim eftir hringinn. Kim, sem er nítján ára og stundar háskólanám við Berkeley háskóla í Kaliforníu, var tveimur höggum á eftir forystusauðnum Mickelson eftir fimmtán holur. Tvöfaldur skolli og tveir skollar til viðbótar á síðustu þremur þýða að hann er fimm höggum á eftir Mickelson fyrir lokahringinn. „Dagurinn var frábær líkt og vikan í heild sinni. Ég hlakka bara til morgundagsins," sagði Kim. Þrátt fyrir að Kim hafi fatast flugið á síðustu holunum er hann með fimm högga forskot á hetjuna sína, Tiger Woods. „Tiger hefur verið í guðatölu hjá mér síðan ég byrjaði að spila og ef ég hafna í betra sæti en hann væri það frábært. En það er ekkert stórmál þótt hann standi sig betur," sagði Kim yfirvegaður. Golf Tengdar fréttir Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. 16. júní 2013 11:48 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Michael Kim brosti út að eyrum þegar hann leit á stöðuna að lokinni 15. holu á þriðja hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. „Ég fylgdist vel með stöðuskiltinu. Ekki vegna þess að ég vildi vita hvernig mér gengi heldur fannst mér svo svalt að sjá nafnið mitt við hlið nafna á borð við Mickelson, Donald og Schwartzel. Það var stórkostleg tilfinning," sagði Kim eftir hringinn. Kim, sem er nítján ára og stundar háskólanám við Berkeley háskóla í Kaliforníu, var tveimur höggum á eftir forystusauðnum Mickelson eftir fimmtán holur. Tvöfaldur skolli og tveir skollar til viðbótar á síðustu þremur þýða að hann er fimm höggum á eftir Mickelson fyrir lokahringinn. „Dagurinn var frábær líkt og vikan í heild sinni. Ég hlakka bara til morgundagsins," sagði Kim. Þrátt fyrir að Kim hafi fatast flugið á síðustu holunum er hann með fimm högga forskot á hetjuna sína, Tiger Woods. „Tiger hefur verið í guðatölu hjá mér síðan ég byrjaði að spila og ef ég hafna í betra sæti en hann væri það frábært. En það er ekkert stórmál þótt hann standi sig betur," sagði Kim yfirvegaður.
Golf Tengdar fréttir Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. 16. júní 2013 11:48 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. 16. júní 2013 11:48