Golf

Ræst út á Herminator Invitational | Myndir

Hermann Hreiðarsson og Þorsteinn Hallgrímsson á Skaganum.
Hermann Hreiðarsson og Þorsteinn Hallgrímsson á Skaganum. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Leikur er hafinn á árlegu styrktarmóti knattspyrnukappans Hermanns Hreiðarssonar í golfi. Í ár er keppt á golfvelli Leynis á Akranesi.

Hefð er fyrir því að menn mæti í grímubúningum eða glæsilegum golfklæðnaði á mótið. Fjölmargir þekktir einstaklingar eru á meðal þátttakenda og má þar nefna David James, Steinda Jr. og Erp Eyvindarson.

Hermann og Þorsteinn Hallgrímsson voru prúðbúnir rétt áður en fyrstu höggin voru slegin á Skaganum í dag. Í kvöld fer svo fram hátíðarkvöldverður í Iðusölum í Lækjargötu. Þar fer einnig fram uppboð en allur ágóði rennur til góðs málefnis.

Erpur, Hermann og Steindi Jr.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Glaumgosarnir Siggi Hlö og Valli Sport á fallegri flöt á Skaganum.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Bleikur virðist vera vinsælasti litur dagsins ef marka má skyrtuval félaganna Sigga Hlö og Valla Sport.

Hermann Hreiðarsson og David James.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Hermann Hreiðarsson og David James eru í góðum gír á Skaganum. Hermann og James léku saman hjá Portsmouth á Englandi og urðu meðal annars bikarmeistarar árið 2008.

Steini Hallgríms smellir kossi á David James.Mynd/Steingrímur Þórðarson
Tveir Eyjapeyjar, Þorsteinn Hallgrímsson og David James. Greinilegt er að ástin svífur yfir vötnunum á mótinu.

Hermann og félagar.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Kolbeinn Sigþórsson er mættur á Skagann.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Kristinsson eru miklir félagar.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Þorkell Máni Pétursson og Steindi Jr.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson afþakkaði boð á Herminator

Knattspyrnuþjálfarinn Hermann Hreiðarsson stendur fyrir árlegu boðsmóti í golfi um helgina. Þjóðþekktir einstaklingar mæta til leiks en aldrei þessu vant fer mótið fram á Akranesi en ekki í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×