Golf

Leik frestað í annað sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu.

Fyrr í dag var leik hætt í þrjár og hálfar klukkustundir. Veður versnaði svo á ný undir kvöld með rigningu og þrumum og voru því allir kallaðir inn aftur.

Phil Mickelson náði þó að klára hringinn sinn í dag og er fremstur ásamt Svíanum Peter Hedblom á 67 höggum, þremur undir pari vallarins. Hedblom er þó aðeins búinn að klára sjö holur.

Tiger Woods var tveimur höggum yfir pari vallarins eftir fyrstu fimm holurnar þegar leik var hætt. Rory McIlroy og Adam Scott eru á einu höggi undir pari eftir jafn margar holur en þeir eru allir saman í holli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×