Ófögur endalok BMW M3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 08:45 Mjög er í tísku að taka lifandi myndir í akstri, ekki síst ef um er að ræða kraftmikla bíla. Það er þó hættuleg iðja að birta hvað sem er á vinsælum vefjum eins og Youtube ef á myndböndunum sést hvernig lög eru ítrekað brotin. En það hindraði ekki þennan ökumann BMW M3 bíls sem ekur honum að mörkum getu bílsins og örlítið betur. Eftir að hafa elt annan enn betri akstursbíl í fjallvegi í Arizona ræður bíllinn ekki við krappa beygju og endar utan vegar og rúllar ófáar velturnar og er gerónýtur eftir ófarirnar. Í því ljósi er kannski skrítið að eigandi og ökumaður bílsins skuli birta þetta myndskeið, sem lögregla og tryggingafélag hans getur hæglega notað til að finna út lögbrot hans er slysið varð. Engu að síður er gaman að horfa á aksturinn, eða allt þangað til hann fær þennan slæma enda. Hætt er við að hann fái bíl sinn ekki bættan, en fái öllu heldur nokkrar sektir frá lögreglunni innan tíðar. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Mjög er í tísku að taka lifandi myndir í akstri, ekki síst ef um er að ræða kraftmikla bíla. Það er þó hættuleg iðja að birta hvað sem er á vinsælum vefjum eins og Youtube ef á myndböndunum sést hvernig lög eru ítrekað brotin. En það hindraði ekki þennan ökumann BMW M3 bíls sem ekur honum að mörkum getu bílsins og örlítið betur. Eftir að hafa elt annan enn betri akstursbíl í fjallvegi í Arizona ræður bíllinn ekki við krappa beygju og endar utan vegar og rúllar ófáar velturnar og er gerónýtur eftir ófarirnar. Í því ljósi er kannski skrítið að eigandi og ökumaður bílsins skuli birta þetta myndskeið, sem lögregla og tryggingafélag hans getur hæglega notað til að finna út lögbrot hans er slysið varð. Engu að síður er gaman að horfa á aksturinn, eða allt þangað til hann fær þennan slæma enda. Hætt er við að hann fái bíl sinn ekki bættan, en fái öllu heldur nokkrar sektir frá lögreglunni innan tíðar.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent