Golf

Sunna lék best íslensku stelpnanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðrún Brá, Sunna og Ólafía Þórunn.
Guðrún Brá, Sunna og Ólafía Þórunn. Mynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir hafa lokið leik á fyrsta hringnum á Opna breska meistarmóti áhugakylfinga í golfi.

Mótið er haldið í Suður Wales og er leikið á Machynys Peninsula vellinum sem er strandvöllur (links) hannaður af Jack Nicklaus.  Þáttökurétt hafa kvenkyns áhugakylfingar sem eru í viðurkendum golfklúbbum og hafa ekki hærri forgjöf en 2,4, hámarkafjöldi keppanda takmarkaður við 144 kylfinga.

Sunna Víðisdóttir lék best íslensku stelpnanna í dag. Sunna spilaði hringinn á fjórum höggum yfir pari og er í 44. sæti. Ólafía er í 58. sæti á fimm yfir pari og Guðrún Brá í 80. sæti á sjö höggum yfir pari.

Enn eiga nokkrir kylfingar eftir að skila sér í hús. Caroline Nistrup frá Danmörku leiðir á þremur höggum undir pari en hún hefur lokið níu holum.

Höggleikur fer fram í dag og á morgun. Efstu 64 kylfingarnir spila áfram í holukeppni um helgina.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×