Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2013 19:07 Tryggvi Þór Hilmarsson, art director á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks, með vænan lax í lúkunum. Landsamband veiðifélaga greinir frá því á vef sínum að vikuveiðin nú sé 1508 laxar á sama tíma og þeir vorur 775 í fyrra. Meðalveiði í hliðstæðum vikum síðan 2006 er 914 laxar og aðeins einu sinni hafa aflabrögð verið betri en nú, en það var árið 2010 en þá gaf þessi vika 2061 lax. Á vefnum eru varnaglar slegnir: "Það skal þó tekið fram að ekki er liðið langt á veiðitímabilið enn, og of snemmt að spá neinu um heildarafla sumarsins. En veiðimenn eru jú bjartsýnir, eins og allir vita." Þessar upplýsingar byggja á aflatölum en veiðar eru nú hafnar í 20 af þeim 25 ám sem Landsamband veiðfélaga hefur fylgst með undanfarin 8 ár. Miðast aflatölur við hvert miðvikudagskvöld. "Að kvöldi 26. júní voru komnir 1986 laxar á land úr þessum 20 ám, sem er tæpum 60 prósentum meiri afli en í fyrra." Þá segir jafnframt að menn séu almennt sammála um að veiðin fari vel af stað og laxinn sé vel haldinn. Þetta bendir til þess að hann hafi átt góða vist í sjónum. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Landsamband veiðifélaga greinir frá því á vef sínum að vikuveiðin nú sé 1508 laxar á sama tíma og þeir vorur 775 í fyrra. Meðalveiði í hliðstæðum vikum síðan 2006 er 914 laxar og aðeins einu sinni hafa aflabrögð verið betri en nú, en það var árið 2010 en þá gaf þessi vika 2061 lax. Á vefnum eru varnaglar slegnir: "Það skal þó tekið fram að ekki er liðið langt á veiðitímabilið enn, og of snemmt að spá neinu um heildarafla sumarsins. En veiðimenn eru jú bjartsýnir, eins og allir vita." Þessar upplýsingar byggja á aflatölum en veiðar eru nú hafnar í 20 af þeim 25 ám sem Landsamband veiðfélaga hefur fylgst með undanfarin 8 ár. Miðast aflatölur við hvert miðvikudagskvöld. "Að kvöldi 26. júní voru komnir 1986 laxar á land úr þessum 20 ám, sem er tæpum 60 prósentum meiri afli en í fyrra." Þá segir jafnframt að menn séu almennt sammála um að veiðin fari vel af stað og laxinn sé vel haldinn. Þetta bendir til þess að hann hafi átt góða vist í sjónum.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði