Hljómsveitin Prins Póló frumsýndi í dag myndband við sumarsmellinn „Bragðarefir“. Í myndbandinu kennir ýmissra grasa þar sem Árni og Lóa úr FM Belfast fara með aðalhlutverk. Þau skella sér meðal annars á bílasölu, bílaþvottastöð og í ísbúð. Þá sést Högna í Hjaltalín bregða fyrir.
Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á myndbandið.
