Frank Ocean frumflutti þrjú lög Freyr Bjarnason skrifar 2. júlí 2013 20:00 Frank Ocean frumflutti þrjú lög í Þýskalandi. nordicphotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin: Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin:
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira