

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, tekur fyrir að hann hafi verið að reyna að fiska KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson út af.
"Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis um umdeilt atvik í leiknum gegn KR í kvöld.
Gary Martin var hetja KR-inga en hann skoraði öll mörk liðsins í góðum 3-2 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og voru Fylkismenn nálægt því að jafna metin á lokamínútunum en tókst ekki.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var efins um að Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson hafi reynt að standa í lappirnar er hann var spjaldaður fyrir leikaraskap í leik liðanna í kvöld.