Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 1. júlí 2013 11:46 Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók þessar myndir sem má sjá hér fyrir ofan. Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum. Blikar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn og voru í vandræðum með varnarleik Stjörnunnar. Þegar leið á leikinn varð framlína Stjörnunnar alltaf hættulegri og hættulegri sem endaði með fínu marki frá Danka Podovac. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, komst í gegnum vörn Blika og náði fínu skoti á markið sem Mist Elíasdóttir varði út í teiginn. Danka var þar mætt og kom boltanum auðveldlega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins hressust þær grænu umtalsvert við og fóru að sækja á markið af krafti. Stjarnan féll örlítið til baka og þetta nýttu Blikastúlkur sér ágætlega til að byrja með. Þegar leið á síðari hálfleikinn tóku gestirnir aftur völdin á vellinum og náðu að skora sitt annað mark þegar Harpa Þorsteinsdóttir mokaði boltanum í netið eftir mikið klafs innan vítateigs hjá Breiðablik. Markið kom eftir fína hornspyrnu frá Danka Podovac. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Harpa Þorteinsdóttir beint rautt spjald fyrir atvik sem gerðist innan vítateigs Blika. Hún átti að hafa brotið á markverði Breiðabliks Mist Elíasdóttur, en fáir sáu umrætt atvik. Stjarnan var því einum leikmanni færri út leiktímann. Blikar náðu að nýta sér liðsmuninn þegar venjulegum leiktíma var að ljúka en þá gerði Greta Mjöll Samúelsdóttir frábært mark með þrumuskoti fyrir utan vítateig en lengra komust Blikar ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna. Stjarnan er því sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik sem hefur 19 stig. Harpa og Ásgerður: Liðsheildin skilar þessum árangri„Það er fínt að klára fyrri umferðina á þessum nótum og við förum glaðar inn í mótið,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Harpa Þorteinsdóttir fékk fyrsta spjaldið sem Stjarnan hefur fengið á sig á tímabilinu þegar hún fékk beint rautt spjald í síðari hálfleiknum fyrir brot á Mist Elíasdóttur, markverði Breiðabliks. „Hún fíflaði mig bara útaf,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Hún [Mist Elíasdóttir] var búin að vera sparka í mig allan leikinn og stóð oft ofan á ristinni á mér í föstum leikatriðum svo þetta fór í skapið á mér og ég féll fyrir þessu.“ „Ég átti ekki skilið að fá rautt spjald þarna frekar en hún en auðvitað átti maður bara að leiða þetta hjá sér.“ „Það sem hefur skilað þessum árangri er bara frábær liðsheild. Við erum að spila vel frá fremsta manni til aftasta og allt liðið að ná vel saman,“ sagði Harpa. „Við héldum bara haus í lokin, duttum kannski aðeins of langt niður og þá kom þetta mark frá Gretu [Samúelsdóttir] sem var reyndar alveg frábært,“ sagði Ásgerður. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við þær báðar hér að ofan. Hlynur: Átta stig of mikill munur„Ég er bara hundsvekktur og mjög tapsár,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Ég er bara mjög ósáttur að hafa misst þær frá okkur, það var ekki ætlunin en mér fannst við eiga skilið eitt stig út úr þessum leik.“ Það fóru nokkur orð á milli þjálfara liðanna eftir leik. „Ég ætlaði bara að þakka Láka [Þorláki Árnasyni] kurteisilega fyrir leikinn en þá er ég sakaður um það að vera skíta andstæðinginn út fyrir leikinn. Það eina sem ég benti á fyrir leik var að Stjarnan hafði ekki fengið eitt einasta spjald dæmt á sig í mótinu hingað til, það er mögnuð tölfræði.“ „Átta stiga munur á liðunum er bara of mikill munur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók þessar myndir sem má sjá hér fyrir ofan. Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum. Blikar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn og voru í vandræðum með varnarleik Stjörnunnar. Þegar leið á leikinn varð framlína Stjörnunnar alltaf hættulegri og hættulegri sem endaði með fínu marki frá Danka Podovac. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, komst í gegnum vörn Blika og náði fínu skoti á markið sem Mist Elíasdóttir varði út í teiginn. Danka var þar mætt og kom boltanum auðveldlega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins hressust þær grænu umtalsvert við og fóru að sækja á markið af krafti. Stjarnan féll örlítið til baka og þetta nýttu Blikastúlkur sér ágætlega til að byrja með. Þegar leið á síðari hálfleikinn tóku gestirnir aftur völdin á vellinum og náðu að skora sitt annað mark þegar Harpa Þorsteinsdóttir mokaði boltanum í netið eftir mikið klafs innan vítateigs hjá Breiðablik. Markið kom eftir fína hornspyrnu frá Danka Podovac. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Harpa Þorteinsdóttir beint rautt spjald fyrir atvik sem gerðist innan vítateigs Blika. Hún átti að hafa brotið á markverði Breiðabliks Mist Elíasdóttur, en fáir sáu umrætt atvik. Stjarnan var því einum leikmanni færri út leiktímann. Blikar náðu að nýta sér liðsmuninn þegar venjulegum leiktíma var að ljúka en þá gerði Greta Mjöll Samúelsdóttir frábært mark með þrumuskoti fyrir utan vítateig en lengra komust Blikar ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna. Stjarnan er því sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik sem hefur 19 stig. Harpa og Ásgerður: Liðsheildin skilar þessum árangri„Það er fínt að klára fyrri umferðina á þessum nótum og við förum glaðar inn í mótið,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Harpa Þorteinsdóttir fékk fyrsta spjaldið sem Stjarnan hefur fengið á sig á tímabilinu þegar hún fékk beint rautt spjald í síðari hálfleiknum fyrir brot á Mist Elíasdóttur, markverði Breiðabliks. „Hún fíflaði mig bara útaf,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Hún [Mist Elíasdóttir] var búin að vera sparka í mig allan leikinn og stóð oft ofan á ristinni á mér í föstum leikatriðum svo þetta fór í skapið á mér og ég féll fyrir þessu.“ „Ég átti ekki skilið að fá rautt spjald þarna frekar en hún en auðvitað átti maður bara að leiða þetta hjá sér.“ „Það sem hefur skilað þessum árangri er bara frábær liðsheild. Við erum að spila vel frá fremsta manni til aftasta og allt liðið að ná vel saman,“ sagði Harpa. „Við héldum bara haus í lokin, duttum kannski aðeins of langt niður og þá kom þetta mark frá Gretu [Samúelsdóttir] sem var reyndar alveg frábært,“ sagði Ásgerður. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við þær báðar hér að ofan. Hlynur: Átta stig of mikill munur„Ég er bara hundsvekktur og mjög tapsár,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Ég er bara mjög ósáttur að hafa misst þær frá okkur, það var ekki ætlunin en mér fannst við eiga skilið eitt stig út úr þessum leik.“ Það fóru nokkur orð á milli þjálfara liðanna eftir leik. „Ég ætlaði bara að þakka Láka [Þorláki Árnasyni] kurteisilega fyrir leikinn en þá er ég sakaður um það að vera skíta andstæðinginn út fyrir leikinn. Það eina sem ég benti á fyrir leik var að Stjarnan hafði ekki fengið eitt einasta spjald dæmt á sig í mótinu hingað til, það er mögnuð tölfræði.“ „Átta stiga munur á liðunum er bara of mikill munur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira