Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 1. júlí 2013 11:46 Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók þessar myndir sem má sjá hér fyrir ofan. Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum. Blikar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn og voru í vandræðum með varnarleik Stjörnunnar. Þegar leið á leikinn varð framlína Stjörnunnar alltaf hættulegri og hættulegri sem endaði með fínu marki frá Danka Podovac. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, komst í gegnum vörn Blika og náði fínu skoti á markið sem Mist Elíasdóttir varði út í teiginn. Danka var þar mætt og kom boltanum auðveldlega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins hressust þær grænu umtalsvert við og fóru að sækja á markið af krafti. Stjarnan féll örlítið til baka og þetta nýttu Blikastúlkur sér ágætlega til að byrja með. Þegar leið á síðari hálfleikinn tóku gestirnir aftur völdin á vellinum og náðu að skora sitt annað mark þegar Harpa Þorsteinsdóttir mokaði boltanum í netið eftir mikið klafs innan vítateigs hjá Breiðablik. Markið kom eftir fína hornspyrnu frá Danka Podovac. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Harpa Þorteinsdóttir beint rautt spjald fyrir atvik sem gerðist innan vítateigs Blika. Hún átti að hafa brotið á markverði Breiðabliks Mist Elíasdóttur, en fáir sáu umrætt atvik. Stjarnan var því einum leikmanni færri út leiktímann. Blikar náðu að nýta sér liðsmuninn þegar venjulegum leiktíma var að ljúka en þá gerði Greta Mjöll Samúelsdóttir frábært mark með þrumuskoti fyrir utan vítateig en lengra komust Blikar ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna. Stjarnan er því sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik sem hefur 19 stig. Harpa og Ásgerður: Liðsheildin skilar þessum árangri„Það er fínt að klára fyrri umferðina á þessum nótum og við förum glaðar inn í mótið,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Harpa Þorteinsdóttir fékk fyrsta spjaldið sem Stjarnan hefur fengið á sig á tímabilinu þegar hún fékk beint rautt spjald í síðari hálfleiknum fyrir brot á Mist Elíasdóttur, markverði Breiðabliks. „Hún fíflaði mig bara útaf,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Hún [Mist Elíasdóttir] var búin að vera sparka í mig allan leikinn og stóð oft ofan á ristinni á mér í föstum leikatriðum svo þetta fór í skapið á mér og ég féll fyrir þessu.“ „Ég átti ekki skilið að fá rautt spjald þarna frekar en hún en auðvitað átti maður bara að leiða þetta hjá sér.“ „Það sem hefur skilað þessum árangri er bara frábær liðsheild. Við erum að spila vel frá fremsta manni til aftasta og allt liðið að ná vel saman,“ sagði Harpa. „Við héldum bara haus í lokin, duttum kannski aðeins of langt niður og þá kom þetta mark frá Gretu [Samúelsdóttir] sem var reyndar alveg frábært,“ sagði Ásgerður. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við þær báðar hér að ofan. Hlynur: Átta stig of mikill munur„Ég er bara hundsvekktur og mjög tapsár,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Ég er bara mjög ósáttur að hafa misst þær frá okkur, það var ekki ætlunin en mér fannst við eiga skilið eitt stig út úr þessum leik.“ Það fóru nokkur orð á milli þjálfara liðanna eftir leik. „Ég ætlaði bara að þakka Láka [Þorláki Árnasyni] kurteisilega fyrir leikinn en þá er ég sakaður um það að vera skíta andstæðinginn út fyrir leikinn. Það eina sem ég benti á fyrir leik var að Stjarnan hafði ekki fengið eitt einasta spjald dæmt á sig í mótinu hingað til, það er mögnuð tölfræði.“ „Átta stiga munur á liðunum er bara of mikill munur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók þessar myndir sem má sjá hér fyrir ofan. Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum. Blikar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn og voru í vandræðum með varnarleik Stjörnunnar. Þegar leið á leikinn varð framlína Stjörnunnar alltaf hættulegri og hættulegri sem endaði með fínu marki frá Danka Podovac. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, komst í gegnum vörn Blika og náði fínu skoti á markið sem Mist Elíasdóttir varði út í teiginn. Danka var þar mætt og kom boltanum auðveldlega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins hressust þær grænu umtalsvert við og fóru að sækja á markið af krafti. Stjarnan féll örlítið til baka og þetta nýttu Blikastúlkur sér ágætlega til að byrja með. Þegar leið á síðari hálfleikinn tóku gestirnir aftur völdin á vellinum og náðu að skora sitt annað mark þegar Harpa Þorsteinsdóttir mokaði boltanum í netið eftir mikið klafs innan vítateigs hjá Breiðablik. Markið kom eftir fína hornspyrnu frá Danka Podovac. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Harpa Þorteinsdóttir beint rautt spjald fyrir atvik sem gerðist innan vítateigs Blika. Hún átti að hafa brotið á markverði Breiðabliks Mist Elíasdóttur, en fáir sáu umrætt atvik. Stjarnan var því einum leikmanni færri út leiktímann. Blikar náðu að nýta sér liðsmuninn þegar venjulegum leiktíma var að ljúka en þá gerði Greta Mjöll Samúelsdóttir frábært mark með þrumuskoti fyrir utan vítateig en lengra komust Blikar ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna. Stjarnan er því sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik sem hefur 19 stig. Harpa og Ásgerður: Liðsheildin skilar þessum árangri„Það er fínt að klára fyrri umferðina á þessum nótum og við förum glaðar inn í mótið,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Harpa Þorteinsdóttir fékk fyrsta spjaldið sem Stjarnan hefur fengið á sig á tímabilinu þegar hún fékk beint rautt spjald í síðari hálfleiknum fyrir brot á Mist Elíasdóttur, markverði Breiðabliks. „Hún fíflaði mig bara útaf,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Hún [Mist Elíasdóttir] var búin að vera sparka í mig allan leikinn og stóð oft ofan á ristinni á mér í föstum leikatriðum svo þetta fór í skapið á mér og ég féll fyrir þessu.“ „Ég átti ekki skilið að fá rautt spjald þarna frekar en hún en auðvitað átti maður bara að leiða þetta hjá sér.“ „Það sem hefur skilað þessum árangri er bara frábær liðsheild. Við erum að spila vel frá fremsta manni til aftasta og allt liðið að ná vel saman,“ sagði Harpa. „Við héldum bara haus í lokin, duttum kannski aðeins of langt niður og þá kom þetta mark frá Gretu [Samúelsdóttir] sem var reyndar alveg frábært,“ sagði Ásgerður. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við þær báðar hér að ofan. Hlynur: Átta stig of mikill munur„Ég er bara hundsvekktur og mjög tapsár,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Ég er bara mjög ósáttur að hafa misst þær frá okkur, það var ekki ætlunin en mér fannst við eiga skilið eitt stig út úr þessum leik.“ Það fóru nokkur orð á milli þjálfara liðanna eftir leik. „Ég ætlaði bara að þakka Láka [Þorláki Árnasyni] kurteisilega fyrir leikinn en þá er ég sakaður um það að vera skíta andstæðinginn út fyrir leikinn. Það eina sem ég benti á fyrir leik var að Stjarnan hafði ekki fengið eitt einasta spjald dæmt á sig í mótinu hingað til, það er mögnuð tölfræði.“ „Átta stiga munur á liðunum er bara of mikill munur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn