Varpbændur vansvefta vegna vargs Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2013 13:43 Bændur í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði hafa aldrei séð annað eins, svo mikið er um ref núna. Æðarbændur á Vestfjörðum eru vansvefta um þessar mundir vegna þess að þeir þurfa að vaka allar nætur til að verja æðarvarpið gegn ágangi refa. Þeir tala um refafaraldur. Bændablaðið slær því upp á forsíðu að refurinn sé orðinn plága í æðarvarpi bænda á Vestfjörðum. Þar er meðal annars rætt við Sólveigu Bessu Magnúsdóttur æðarbónda í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði sem talar um faraldur. Hún man ekki eftir öðru eins. Maður hennar heitir Björgvin Sveinsson, en þegar Bylgjan náði tali af honum hafði hann lítið sofið um nóttina. Ekki frekar en undanfarna tvo mánuði. Hann var að verja varp sitt. „Tófan náttúrlega gerir árás að kvöldi til og á nóttunni. Þá þarf viðkomandi æðavarpsbóndi að verja sitt varp. Refaskyttur eru ekki ráðnar til að verja vörpin heldur fækka vargnum þar sem við á. Við verðum að vaka hverja einustu nótt og standa vörð um varpið." Björgvin er vansvefta og svo er um æðarbændur almennt. Sauðburður stendur yfir og eykur það álagið. Þeir sem svo eiga riffil reyna að fækka refnum. Björgvin er einn af þeim. „Já, það bregður svo við að maður verður að gera það. Þó ekki sé gaman að drepa dýr þá er þetta eina ráðið, að fækka þeim tófum sem koma í átt að varpinu." Bændur víða um land hafa kvartað undan ágangi refs og svo virðist sem honum sé að fjölga. Björgvin skorar á ríkið að láta ekki af því að greiða fyrir refavinnslu. Ekki eru allir færir um að skjóta ref, það sé dýrt og vanir menn séu að hætta því þeir fá ekkert greitt. Sólveig Bessa gagnrýnir hugmyndir um friðun refs og segir skjóta skökku við að Melrakkasetur í Súðavík vilji gera refinn að einkennisdýri Vestfjarða, í ljósi þessa faraldurs. Forstöðumaður Melrakkaseturs, Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur, var utan þjónustusvæðis í morgun þegar Vísir reyndi að ná af henni tali, en hún er stödd á Hornströndum. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði
Æðarbændur á Vestfjörðum eru vansvefta um þessar mundir vegna þess að þeir þurfa að vaka allar nætur til að verja æðarvarpið gegn ágangi refa. Þeir tala um refafaraldur. Bændablaðið slær því upp á forsíðu að refurinn sé orðinn plága í æðarvarpi bænda á Vestfjörðum. Þar er meðal annars rætt við Sólveigu Bessu Magnúsdóttur æðarbónda í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði sem talar um faraldur. Hún man ekki eftir öðru eins. Maður hennar heitir Björgvin Sveinsson, en þegar Bylgjan náði tali af honum hafði hann lítið sofið um nóttina. Ekki frekar en undanfarna tvo mánuði. Hann var að verja varp sitt. „Tófan náttúrlega gerir árás að kvöldi til og á nóttunni. Þá þarf viðkomandi æðavarpsbóndi að verja sitt varp. Refaskyttur eru ekki ráðnar til að verja vörpin heldur fækka vargnum þar sem við á. Við verðum að vaka hverja einustu nótt og standa vörð um varpið." Björgvin er vansvefta og svo er um æðarbændur almennt. Sauðburður stendur yfir og eykur það álagið. Þeir sem svo eiga riffil reyna að fækka refnum. Björgvin er einn af þeim. „Já, það bregður svo við að maður verður að gera það. Þó ekki sé gaman að drepa dýr þá er þetta eina ráðið, að fækka þeim tófum sem koma í átt að varpinu." Bændur víða um land hafa kvartað undan ágangi refs og svo virðist sem honum sé að fjölga. Björgvin skorar á ríkið að láta ekki af því að greiða fyrir refavinnslu. Ekki eru allir færir um að skjóta ref, það sé dýrt og vanir menn séu að hætta því þeir fá ekkert greitt. Sólveig Bessa gagnrýnir hugmyndir um friðun refs og segir skjóta skökku við að Melrakkasetur í Súðavík vilji gera refinn að einkennisdýri Vestfjarða, í ljósi þessa faraldurs. Forstöðumaður Melrakkaseturs, Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur, var utan þjónustusvæðis í morgun þegar Vísir reyndi að ná af henni tali, en hún er stödd á Hornströndum.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði