Vísir frumsýnir í dag myndband lagsins Hver er ég? með hljómsveitinni Grísalappalísu.
Lagið má finna á breiðskífunni ALI sem hljómsveitin sendi frá sér í gær undir merkjum 12 tóna, og er það fyrsta breiðskífa sveitarinnar.
Það er trommari sveitarinnar, Sigurður Möller Sívertsen, sem leikstýrir myndbandinu en hann lauk nýverið námi við kvikmyndaskóla í Prag.
Grísalappalísa er skipuð núverandi og fyrrverandi meðlimum hljómsveita á borð Jakobínurínu, Oyama og The Heavy Experience, og er ALI sögð vera einskonar þemaplata þar sem textalegur þrápur milli laganna er mjög sterkur.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
