Fyrsta lagið komið út af nýrri plötu Emiliönu Torrini
Ólöf Skaftadóttir skrifar
Emiliana Torrini á tónleikum
Emiliana Torrini gefur út nýja plötu þann níunda september næstkomandi. Platan mun heita Tookah.
Á Facebook-síðu Emiliönu Torrini gefur hún aðdáendum sínum færi á að heyra eitt lag af nýju plötunni, en lagið heitir Speed of Dark og er nokkuð ólíkt því sem áður hefur heyrst frá söngkonunni.