Ótrúlegur lokahringur tryggði Mickelson titilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. júlí 2013 17:45 Mickelson fagnar fugli á 18. holu Mynd/Gettyimages Phil Mickelson tryggði sér sinn fyrsta sigur sinn á Opna breska meistaramótinu með ótrúlegri spilamennsku á Muirfield vellinum í Edinborg, Skotlandi. Mickelson sem var tveimur höggum yfir pari fyrir daginn í dag spilaði hringinn nánast óaðfinnanlega og setti niður sex fugla og aðeins einn skolla. Þar af fékk hann fjóra fugla á seinustu sex holunum, endaði á 281 höggi og náði öruggri forystu. Lee Westwood sem leiddi fyrir daginn í dag átti erfiðan lokahring og lauk á 285 höggum eða einu höggi yfir pari eftir að hafa byrjað daginn þremur undir. Næstu menn, Tiger Woods og Hunter Mahan náðu sér heldur ekki á strik og enduðu þeir báðir 2 höggum yfir pari jafnir í sjötta sæti. Þetta var fyrsti sigur Mickelson á Opna breska en hann hafði næst komist sigri árið 2011 þegar hann endaði í öðru sæti. Mickelson hefur nú unnið þrjú af fjórum stórmótunum, það er Masters mótið, PGA meistaramótið og Opna breska en hann bíður enn sigurs á Opna Bandaríska. „Ég er gríðarlega stoltur, ég vissi ekki hvort ég myndi einhvertímann ná að vinna þennan titil en að gera þetta á þennan hátt. Ég spilaði sennilega eitt besta golf sem ég hef spilað og að hafa náð það á þessum tíma er frábært, ég vill bara þakka kærlega öllum þeim sem aðstoðuðu mig og öllum sem komu að mótinu," sagði Mickelson við verðlaunaafhendinguna. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Phil Mickelson tryggði sér sinn fyrsta sigur sinn á Opna breska meistaramótinu með ótrúlegri spilamennsku á Muirfield vellinum í Edinborg, Skotlandi. Mickelson sem var tveimur höggum yfir pari fyrir daginn í dag spilaði hringinn nánast óaðfinnanlega og setti niður sex fugla og aðeins einn skolla. Þar af fékk hann fjóra fugla á seinustu sex holunum, endaði á 281 höggi og náði öruggri forystu. Lee Westwood sem leiddi fyrir daginn í dag átti erfiðan lokahring og lauk á 285 höggum eða einu höggi yfir pari eftir að hafa byrjað daginn þremur undir. Næstu menn, Tiger Woods og Hunter Mahan náðu sér heldur ekki á strik og enduðu þeir báðir 2 höggum yfir pari jafnir í sjötta sæti. Þetta var fyrsti sigur Mickelson á Opna breska en hann hafði næst komist sigri árið 2011 þegar hann endaði í öðru sæti. Mickelson hefur nú unnið þrjú af fjórum stórmótunum, það er Masters mótið, PGA meistaramótið og Opna breska en hann bíður enn sigurs á Opna Bandaríska. „Ég er gríðarlega stoltur, ég vissi ekki hvort ég myndi einhvertímann ná að vinna þennan titil en að gera þetta á þennan hátt. Ég spilaði sennilega eitt besta golf sem ég hef spilað og að hafa náð það á þessum tíma er frábært, ég vill bara þakka kærlega öllum þeim sem aðstoðuðu mig og öllum sem komu að mótinu," sagði Mickelson við verðlaunaafhendinguna.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira