Leikkonan og fyrirsætan Bo Derek ljómaði í teiti í Munchen í Þýskalandi fyrir stuttu í ljósri blússu og kremlituðum buxum.
Bo, sem er orðin 56 ára, er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni 10 sem kom út árið 1979. Þar spókaði hún sig um í gylltum sundbol með fléttur í hárinu og varð eitt helsta kyntákn níunda áratugarins.
Stórglæsileg.Nú, rúmum þrjátíu árum seinna, hefur Bo einbeitt sér frekar að sjónvarpi og hefur sést í þáttum á borð við CSI: Miami, Fashion House og 7th Heaven.