Finnur Orri: Hlustaði ekki á þá sem sögðu að ég gæti ekki skorað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 16:30 Finnur Orri Margeirsson. Mynd/Arnþór Finnur Orri Margeirsson skoraði langþráð mark í 1-0 sigri Blika á Akotbe í leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en það dugði ekki til því Blikar féllu út í vítakeppni. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið ákveðinn léttir að ná loksins að skora. Þetta var orðið tímabært og ágætis leikur til þess að brjóta ísinn," segir Finnur Orri í samtali við Vísi en það mátti heyra að kappinn var eins og félagar hans í Breiðabliki enn að jafna sig eftir sárgrætilegt úrslit í Laugardalnum í gær. Finnur Orri var búinn leika 139 keppnisleiki með Blikum án þess að ná að skora (110 deildarleikir, 18 bikarleikir og 11 Evrópuleikir) „Það var skelfilegt að þetta skyldi ekki duga og það skyggir mikið á þetta mark. Það skiptir meira máli að komast áfram en hver skorar þessi mörk. Við vorum alveg grátlega nálægt því," sagði Finnur Orri. „Það voru nokkrir farnir að gauka því að mér að ég gæti hreinlega ekki skorað. Ef maður hlustar á alla þá yrði maður fljótt bilaður," segir Finnur í léttum tón og hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Breiðabliki í Pepsi-deildinni. „Það verður fínt að taka deildina með trompi það sem eftir er. Evrópukeppnin gefur okkur mikla vitneskju um það hversu vel við getum spilað. Það er sú frammistaða sem við þurfum að miða við," segir Finnur Orri að lokum. Hægt er að sjá umfjöllun um mark Finns Orra í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag en það er tengill á þá frétt hér fyrir neðan. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson skoraði langþráð mark í 1-0 sigri Blika á Akotbe í leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en það dugði ekki til því Blikar féllu út í vítakeppni. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið ákveðinn léttir að ná loksins að skora. Þetta var orðið tímabært og ágætis leikur til þess að brjóta ísinn," segir Finnur Orri í samtali við Vísi en það mátti heyra að kappinn var eins og félagar hans í Breiðabliki enn að jafna sig eftir sárgrætilegt úrslit í Laugardalnum í gær. Finnur Orri var búinn leika 139 keppnisleiki með Blikum án þess að ná að skora (110 deildarleikir, 18 bikarleikir og 11 Evrópuleikir) „Það var skelfilegt að þetta skyldi ekki duga og það skyggir mikið á þetta mark. Það skiptir meira máli að komast áfram en hver skorar þessi mörk. Við vorum alveg grátlega nálægt því," sagði Finnur Orri. „Það voru nokkrir farnir að gauka því að mér að ég gæti hreinlega ekki skorað. Ef maður hlustar á alla þá yrði maður fljótt bilaður," segir Finnur í léttum tón og hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Breiðabliki í Pepsi-deildinni. „Það verður fínt að taka deildina með trompi það sem eftir er. Evrópukeppnin gefur okkur mikla vitneskju um það hversu vel við getum spilað. Það er sú frammistaða sem við þurfum að miða við," segir Finnur Orri að lokum. Hægt er að sjá umfjöllun um mark Finns Orra í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag en það er tengill á þá frétt hér fyrir neðan.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55