Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er þekkt fyrir að slá á létta strengi og er óhrædd við að fíflast. Hún fór létt með vígsluathöfnina hjá sænska liði sínu Piteå í fyrra þar sem hún átti að syngja lag.
„Ég bý yfir þeim dulda hæfileika að vera virkilega góð óperusöngkona,“ segir Hallbera og hlær. Lagið sem verði yfirleitt fyrir valinu sé One Moment in Time með Whitney Houston.
„Þetta byrjaði sem brandari í Val og stelpurnar biðja mig alltaf um að syngja. Ég syng fyrir hvern sem er,“ segir Hallbera létt. Hallbera ætti einnig að kunna að taka til hendinni á heimilinu eftir að hafa lært við Húsmæðraskólann
„Ég átti nokkrar valeiningar eftir þegar ég var að klára stúdentinn. Í staðinn fyrir að spila bara bridds skellti ég mér í Húsmæðraskólann,“ segir Hallbera. Hún segist ekki hafa útskrifast með hæstu einkunn en þó klárað námið.
„Ég er með próf í að leggja á borð, vinda tuskur og fleiru,“ segir bakvörðurinn brosmildi.
Með próf í að leggja á borð og vinda tuskur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
