Feikigóður gangur í laxveiðinni Jakob Bjarnar skrifar 1. ágúst 2013 13:50 Orri Vigfússon: Miðað við það hvernig þetta veiðisumar er að þróast er ekki ólíklegt að veiðimet verði slegin í ám víða um land. Feikigóður gangur er í laxveiðinni að sögn Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF); alveg ljóst er að langtímaáætlanir um verndun laxastofnsins séu að bera ávöxt. Í skeyti sem Veiðivísi barst frá Orra segir að útlit fyrir laxveiði á Íslandi sé gríðarlega gott. Veiðin í sumar er þannig um þriðjungi betri en hún hefur verið að meðaltali á þessum tímapunkti síðustu átta ár. Í gær, 31. júlí, var búið að veiða um 21.000 laxa í viðmiðunarám Landssambands veiðifélaga en meðaltalið er um 15.500 laxar. Aðeins einu sinni á síðustu átta árum hefur veiðin verið betri í þeim 25 ám sem Landssambandið miðar við, en það var metárið 2010. Laxagagöngur hafa verið sterkar víðast hvar og svo virðist sem laxinn hafi haft nóg æti í sjó því bæði smálax og stórlax er nánast undantekningalaust vel haldinn. Hin góða veiði, það sem af er sumri, kemur flestum veiðispekingum verulega á óvart, sérstaklega ljósi þess að veiðin í fyrra var afar slök. Hins vegar ber að hafa í huga að þó veiðin í fyrra hafi verið léleg hefur síðasti áratugur verið mjög gjöfull laxveiðimönnum hér á landi og mörg aflamet slegin. Miðað við það hvernig þetta veiðisumar er að þróast er ekki ólíklegt að veiðimet verði slegin í ám víða um land. Smálaxinn hefur gengið í árnar fyrr en venja er sem veit á gott því oftast er það ótvírætt tákn um að mikið af laxi verði í ánum.Veiðin gengur gríðarvel á Vesturlandi Síðan veiðitímabilið hófst, þann 5. júní, hefur Norðurá verið aflahæst. Nú hafa veiðst 2.450 laxar í ánni og til þess að setja það í samhengi þá var búið að veiða ríflega 2.200 laxa á sama tíma árið 2008, en það ár fór veiðin yfir 3.300 laxa sem er met í Norðurá. Á heildina litið hefur laxveiðin gengið best á Vesturlandi í sumar. Það er ekki bara Norðurá því víða voru met-opnanir eins og til dæmis í Haffjarðará, Langá og Þverá/Kjarrá en sú síðastnefnda er önnur aflahæsta áin á landinu sem stendur með 2.107 laxa. Veiðin á Norðvesturlandi hefur einnig gengið vel og sem dæmi höfðu í gær veiðst 1.929 laxar í Blöndu, en frá árinu 1974 hefur heildarveiðin í ánni aðeins fimm sinnum farið yfir 2.000 laxa. Þá virðist Laxá á Ásum vera að rétt úr kútnum eftir nokkur mögur ár. Þann 31. júlí var búið að veiða ríflega 585 laxa í ánni en þar er einungis veitt á tvær stangir. Miðað við veiði á stöng stendur Laxá á Ásum best allra áa með rúmlega 290 laxa á hvora stöng. Á Norðausturlandi hefur veiðin hins vegar verið dræm. Veturinn var snjóþungur á þessu svæði og því var mikill snjór í fjöllum langt fram á sumar. Af þessum sökum voru ár mjög vatnsmiklar og kaldar framan af sumri, sem hefur líklega haft áhrif á laxagöngur. Þessar aðstæður gerðu að sjálfsögðu veiðimönnum líka erfitt fyrir. Þá hefur vakið athygli að töluvert hefur borið á mjög smáum laxi á Norðausturlandi. Hins vegar eru sterkar laxagöngur síðsumars algengar á þessu landssvæði og því alls ekki útilokað að veiðin muni taka kipp nú þegar líða fer á seinni hluta veiðitímabilsins. Á Suðurlandi virðist veiðin í heildina vera heldur lakari en í fyrra. Laxagöngur í Þjórsá, þar sem sjálfbær netaveiði er stunduð, hafa hins vegar verið óvenju góðar. Þá lítur nú út fyrir að Ytri-Rangá og Eystri-Rangá séu að taka við sér en þær eru báðar komnar vel yfir þúsund laxa markið.Níu ára NASF-strákur frá New York veiddi 96 sentímetra langan lax í Kúttneshyl í Hofsá í fyrradag. Pilturinn knái heitir Max Schmidt og laxinn tók rauða Frances míkrótúbu. Með honum á myndinni er Ólafur Ragnar Garðarsson leiðsögumaður.Kenningar um makrílinn rangar? Vegna breyttra aðstæðna í hafi og þá sérstaklega hlýnun þess hafa makrílgöngur breyst mikið og hefur tegundin undanfarin ár gengið í miklu magni inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Nú er svo komið að makríllinn virðist vera farinn að hrygna í hafinu umhverfis landið. Í kjölfar þessa komu fram kenningar um að makríllinn hefði mikil áhrif á vöxt og viðgang laxastofnsins með því til dæmis að taka æti frá laxfiskum. Miðað við kröftugar laxagöngur í sumar og feikigóða veiði virðist sem þessar kenningar séu rangar. Í þessu sambandi má benda á að í skýrslu Fiskistofu frá því síðasta vetur, þar sem meðafli laxa í flotvörpuveiði var skoðaður, kemur fram að á síðasta ári veiddust einungis 48 laxar sem meðafli. Það er töluvert minna en árin 2010 og 2011 þegar um 200 laxar veiddust hvort ár. Við þetta má bæta að af þessum 48 löxum sem veiddust í fyrra voru sjö merktir. Af þessum sjö átti aðeins einn uppruna að rekja til Íslands, hinir komu frá Noregi og Írlandi.Endurreisn Atlantshafslaxastofnsins „Það er samt alltaf hægt að gera betur,“ segir Orri. „Okkar stefna er alveg skýr - ætlunarverkið er að endurreisa Atlantshafslaxastofninn. Til að slíkt sé mögulegt þarf ýmislegt að breytast. Hvað Ísland varðar teljum við að laxeldi í sjó eigi ekki viðgangast heldur eigi slík starfsemi að fara fram í kerum uppi á landi. Einnig þarf að huga vel að því hvað laxveiðiár bera margar stangir og sumar ár ættu að hafa strangari reglur um að sleppa öllum eða stórum hluta af stangarveiddum laxi." Fyrir áhugasama er vert að benda á mjög forvitnilegar tölfræðiupplýsingar um laxveiðina á Íslandi á vefsíðunni laxar punktur net, en síðan er í umsjá Sigurbjörns Gunnlaugssonar. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Feikigóður gangur er í laxveiðinni að sögn Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF); alveg ljóst er að langtímaáætlanir um verndun laxastofnsins séu að bera ávöxt. Í skeyti sem Veiðivísi barst frá Orra segir að útlit fyrir laxveiði á Íslandi sé gríðarlega gott. Veiðin í sumar er þannig um þriðjungi betri en hún hefur verið að meðaltali á þessum tímapunkti síðustu átta ár. Í gær, 31. júlí, var búið að veiða um 21.000 laxa í viðmiðunarám Landssambands veiðifélaga en meðaltalið er um 15.500 laxar. Aðeins einu sinni á síðustu átta árum hefur veiðin verið betri í þeim 25 ám sem Landssambandið miðar við, en það var metárið 2010. Laxagagöngur hafa verið sterkar víðast hvar og svo virðist sem laxinn hafi haft nóg æti í sjó því bæði smálax og stórlax er nánast undantekningalaust vel haldinn. Hin góða veiði, það sem af er sumri, kemur flestum veiðispekingum verulega á óvart, sérstaklega ljósi þess að veiðin í fyrra var afar slök. Hins vegar ber að hafa í huga að þó veiðin í fyrra hafi verið léleg hefur síðasti áratugur verið mjög gjöfull laxveiðimönnum hér á landi og mörg aflamet slegin. Miðað við það hvernig þetta veiðisumar er að þróast er ekki ólíklegt að veiðimet verði slegin í ám víða um land. Smálaxinn hefur gengið í árnar fyrr en venja er sem veit á gott því oftast er það ótvírætt tákn um að mikið af laxi verði í ánum.Veiðin gengur gríðarvel á Vesturlandi Síðan veiðitímabilið hófst, þann 5. júní, hefur Norðurá verið aflahæst. Nú hafa veiðst 2.450 laxar í ánni og til þess að setja það í samhengi þá var búið að veiða ríflega 2.200 laxa á sama tíma árið 2008, en það ár fór veiðin yfir 3.300 laxa sem er met í Norðurá. Á heildina litið hefur laxveiðin gengið best á Vesturlandi í sumar. Það er ekki bara Norðurá því víða voru met-opnanir eins og til dæmis í Haffjarðará, Langá og Þverá/Kjarrá en sú síðastnefnda er önnur aflahæsta áin á landinu sem stendur með 2.107 laxa. Veiðin á Norðvesturlandi hefur einnig gengið vel og sem dæmi höfðu í gær veiðst 1.929 laxar í Blöndu, en frá árinu 1974 hefur heildarveiðin í ánni aðeins fimm sinnum farið yfir 2.000 laxa. Þá virðist Laxá á Ásum vera að rétt úr kútnum eftir nokkur mögur ár. Þann 31. júlí var búið að veiða ríflega 585 laxa í ánni en þar er einungis veitt á tvær stangir. Miðað við veiði á stöng stendur Laxá á Ásum best allra áa með rúmlega 290 laxa á hvora stöng. Á Norðausturlandi hefur veiðin hins vegar verið dræm. Veturinn var snjóþungur á þessu svæði og því var mikill snjór í fjöllum langt fram á sumar. Af þessum sökum voru ár mjög vatnsmiklar og kaldar framan af sumri, sem hefur líklega haft áhrif á laxagöngur. Þessar aðstæður gerðu að sjálfsögðu veiðimönnum líka erfitt fyrir. Þá hefur vakið athygli að töluvert hefur borið á mjög smáum laxi á Norðausturlandi. Hins vegar eru sterkar laxagöngur síðsumars algengar á þessu landssvæði og því alls ekki útilokað að veiðin muni taka kipp nú þegar líða fer á seinni hluta veiðitímabilsins. Á Suðurlandi virðist veiðin í heildina vera heldur lakari en í fyrra. Laxagöngur í Þjórsá, þar sem sjálfbær netaveiði er stunduð, hafa hins vegar verið óvenju góðar. Þá lítur nú út fyrir að Ytri-Rangá og Eystri-Rangá séu að taka við sér en þær eru báðar komnar vel yfir þúsund laxa markið.Níu ára NASF-strákur frá New York veiddi 96 sentímetra langan lax í Kúttneshyl í Hofsá í fyrradag. Pilturinn knái heitir Max Schmidt og laxinn tók rauða Frances míkrótúbu. Með honum á myndinni er Ólafur Ragnar Garðarsson leiðsögumaður.Kenningar um makrílinn rangar? Vegna breyttra aðstæðna í hafi og þá sérstaklega hlýnun þess hafa makrílgöngur breyst mikið og hefur tegundin undanfarin ár gengið í miklu magni inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Nú er svo komið að makríllinn virðist vera farinn að hrygna í hafinu umhverfis landið. Í kjölfar þessa komu fram kenningar um að makríllinn hefði mikil áhrif á vöxt og viðgang laxastofnsins með því til dæmis að taka æti frá laxfiskum. Miðað við kröftugar laxagöngur í sumar og feikigóða veiði virðist sem þessar kenningar séu rangar. Í þessu sambandi má benda á að í skýrslu Fiskistofu frá því síðasta vetur, þar sem meðafli laxa í flotvörpuveiði var skoðaður, kemur fram að á síðasta ári veiddust einungis 48 laxar sem meðafli. Það er töluvert minna en árin 2010 og 2011 þegar um 200 laxar veiddust hvort ár. Við þetta má bæta að af þessum 48 löxum sem veiddust í fyrra voru sjö merktir. Af þessum sjö átti aðeins einn uppruna að rekja til Íslands, hinir komu frá Noregi og Írlandi.Endurreisn Atlantshafslaxastofnsins „Það er samt alltaf hægt að gera betur,“ segir Orri. „Okkar stefna er alveg skýr - ætlunarverkið er að endurreisa Atlantshafslaxastofninn. Til að slíkt sé mögulegt þarf ýmislegt að breytast. Hvað Ísland varðar teljum við að laxeldi í sjó eigi ekki viðgangast heldur eigi slík starfsemi að fara fram í kerum uppi á landi. Einnig þarf að huga vel að því hvað laxveiðiár bera margar stangir og sumar ár ættu að hafa strangari reglur um að sleppa öllum eða stórum hluta af stangarveiddum laxi." Fyrir áhugasama er vert að benda á mjög forvitnilegar tölfræðiupplýsingar um laxveiðina á Íslandi á vefsíðunni laxar punktur net, en síðan er í umsjá Sigurbjörns Gunnlaugssonar.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði