Lagið er síðbúinn sumarsmellur að sögn hljómsveitarmeðlima.
Hljómsveitin Sísý Ey hefur gert það gott undanfarið, en hljómsveitin hefur aðeins áður gefið út eitt lag. Það heitir Ain't got Nobody, og hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum, enda gríðarlega vinsælt og mikið spilað.
Nú hafa krakkarnir gefið út nýtt lag, sem þau vilja gefa, sem þakklætisvott fyrir góðar móttökur á fyrra lagi.
Laginu er hægt að hlaða niður ókeypis hér.

Í kjölfarið mun Sísý Ey svo gefa frá sér tvö ný lög, þannig að þyrstir tónlistaráhugamenn þurfa ekki að bíða lengi eftir meiru frá hljómsveitinni vinsælu.