Valsmenn eru búnir að semja við rúmenska skyttu og mun hún spila með félaginu í N1 deild kvenna á komandi tímabil.
Gherman Marinela Ana er 28 ára og 180 sm vinstri skytta eða miðjumaður og lék síðast með liði HCM Roman sem hafnaði í fimmta sæti í rúmensku deildinni á síðustu leiktíð.
„Þetta er mikill liðstyrkur fyrir liðið á komandi tímabili og liður að því að vera í toppbaráttu líkt og fyrri ár," segir í frétt á heimasíðu Valsmanna.
Gherman Marinela Ana mun hjálpa til að fylla skarð Þorgerðar Önnu Atladóttur sem mun spila með Flint/Tønsberg í Noregi í vetur.
Rúmensk skytta í kvennalið Vals
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
