Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjörnukonur Íslandsmeistarar Henry Birgir Gunnarsson á Stjörnuvelli skrifar 28. ágúst 2013 11:09 Mynd/Daníel Stjarnan tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki er liðið vann sannfærandi sigur á Val. Stjarnan búin að vinna alla 14 leiki sína í deildinni og er meistari með fádæma yfirburðum. Langbesta lið landsins í dag. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Garðabænum og náði þessum skemmtilegu myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var mikið líf í leiknum framan af. Bæði lið sóttu af krafti. Valsstúlkur ívið sterkari en sóknarlotur Stjörnustúlkna einnig hættulegar. Fyrsta markið kom eftir rúmlega 30 mínútna leik. Danka Podovac átti þá frábæra sendingu inn fyrir þar sem Rúna Sif tók vel á móti boltanum og kláraði færið með stæl. Valsstúlkur virtust nokkuð slegnar við markið og hættu að spila sinn bolta. Fóru að kýla fram í staðinn og það var aldrei vænlegt til árángurs. Stjarnan hélt sínu striki og rétt fyrir hlé uppskáru þær víti. Madison Vandire tók þá glórulausu ákvörðun að toga Hörpu Þorsteinsdóttur niður í teignum. Gunnar Sverrir dómari þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um áður en hann dæmdi víti. Danka steig á punktinn og skoraði örugglega úr vítinu. Þarna var orðið ljóst að Stjarnan yrði líklega Íslandsmeistari því Breiðablik hafði tapað fyrr um kvöldið fyrir Aftureldingu. Sigur hjá Stjörnunni þýddi að liðið var orðið meistari og það veganesti tóku Stjörnustúlkur með sér inn í hlé. Seinni hálfleikur fór rólega af stað en það var Harpa Þorsteinsdóttir sem innsiglaði sigurnn og Íslandsmeistaratitilinn með marki rúmum 20 mínútum fyrir leikslok. Skoraði þá af stuttu færi í teignum. Undir lokin skoraði Írunn gott mark og sá til þess að það var boðið til alvöru veislu í Garðabænum. Stjarnan verðskuldaður Íslandsmeistari og glæsilegt að klára mótið með sigri gegn Val. Stjörnustúlkur sýndu enn og aftur í kvöld að þær eru með besta lið landsins. Stjörnuliðið var allt öflugt. Sandra steig ekki feilspor í markinu. Afar örugg í öllum aðgerðum. Glódís ógnarsterk í vörninni, Danka með magnaðar sendingar og stanslaust líf í Rúnu Sif. Harpa síðan sívinnandi og alltaf ógnandi. Valsliðið var gott framan af en síðan féll þeim allur ketill í eld og liðið gafst hreinlega upp. Sérstaka athygli vakti hversu slakar landsliðskonurnar Edda, Dóra María og Ólína voru í leiknum. Þær voru langt frá einhverjum landsliðsklassa í kvöld. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á skelfilega frammistöðu dómarans, Gunnars Sverris Gunnarssonar. Hann var átakanlega lélegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Í þrígang sparkaði Pála Marie ansi gróflega í Hörpu Þorsteinsdóttur. Í öll skiptin hefði átt að gefa spjald. Gunnar dæmdi ekki á neitt brotanna. Algjör brandari þessi dómgæsla sem hann bauð upp á. Harpa: Þetta er mitt besta tímabilMynd/DaníelHarpa Þorsteinsdóttir hefur átt ótrúlegt tímabil með Stjörnunni og er að flestra, ef ekki allra, besti leikmaður tímabilsins. Hún brosti breitt eftir að Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús í kvöld. "Ég er svo ánægð að það er erfitt að lýsa því. Ég var aðeins búin að spá í að þessi staða gæti komið upp. Ég var að vonast eftir þessu og það er ánægjulegt að hafa landað þessu núna," sagði Harpa skælbrosandi. Hún var þó nokkuð þreytt enda fór Pála Marie Einarsdóttir, varnarmaður Vals, ansi harkalega með hana í kvöld og braut gróflega á henni. "Það er langt síðan ég spilaði leik svona lemstruð. Hún tæklaði mig nokkrum sinnum harkalega en maður verður að standa það af sér. Þetta var prófraun," sagði Harpa en er eitthvað illt á mili þeirra? "Nei, alls ekki. Ég held að minnsta kosti ekki. Hún sendir mér bara bréf ef hún er eitthvað ósátt við mig," sagði Harpa og hló. "Þetta er frábært lið. Frábærir leikmenn og góð blanda af yngri og reyndari leikmönnum. Við höfum samt spilað flestar lengi saman og þekkjum hvor aðra mjög vel." Eins og áður segir hefur Harpa farið á kostum í sumar. Er þetta hennar besta tímabil á ferlinum? "Já, ég held að þetta sé mitt besta tímabil. Það eru forréttindi að vera framherji í svona liði. Allt liðið er að spila mjög vel og ég græði á því," sagði Harpa hógvær. Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona liðMynd/DaníelÞað var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir leik. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn." Glódís: Þetta átti ekki að gerast í dag"Þetta var alveg yndislegt. Ég á eiginlega ekki til orð," sagði skælbrosandi Glódís Perla Viggósdóttir eftir stórsigur Stjörnunnar á Val í kvöld. "Við spilum eins og lið. Það er enginn einstaklingur í þessu liði. Við gerum þetta allt saman og þess vegna erum við svona góðar." Glódís og félagar í Stjörnunni fengu að vita af því í hálfleik að Breiðablik hefði tapað og að þær yrðu þar af leiðandi meistarar með sigri í kvöld. Það kom liðinu engan veginn úr jafnvægi. "Við ákváðum að láta það ekki trufla okkur neitt heldur bara klára leikinn með stæl. Við gerðum það með stæl og vorum ákveðnari að klára leikinn ef eitthvað eftir að við fengum þessar fréttir." Miðvörðurinn sterki viðurkenndi að það hefði verið léttur fiðringur í sér fyrir leik enda möguleiki á að landa titlinum. "Það var smá stress en ekkert mikið. Stressið var ekki hjá okkur. Allt liðið spilaði síðan góða vörn í kvöld. Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig við fögnum þessu því þetta átti ekki að gerast í dag. Það breytir því ekki að þetta er alveg yndislegt."Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Stjarnan tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki er liðið vann sannfærandi sigur á Val. Stjarnan búin að vinna alla 14 leiki sína í deildinni og er meistari með fádæma yfirburðum. Langbesta lið landsins í dag. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Garðabænum og náði þessum skemmtilegu myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var mikið líf í leiknum framan af. Bæði lið sóttu af krafti. Valsstúlkur ívið sterkari en sóknarlotur Stjörnustúlkna einnig hættulegar. Fyrsta markið kom eftir rúmlega 30 mínútna leik. Danka Podovac átti þá frábæra sendingu inn fyrir þar sem Rúna Sif tók vel á móti boltanum og kláraði færið með stæl. Valsstúlkur virtust nokkuð slegnar við markið og hættu að spila sinn bolta. Fóru að kýla fram í staðinn og það var aldrei vænlegt til árángurs. Stjarnan hélt sínu striki og rétt fyrir hlé uppskáru þær víti. Madison Vandire tók þá glórulausu ákvörðun að toga Hörpu Þorsteinsdóttur niður í teignum. Gunnar Sverrir dómari þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um áður en hann dæmdi víti. Danka steig á punktinn og skoraði örugglega úr vítinu. Þarna var orðið ljóst að Stjarnan yrði líklega Íslandsmeistari því Breiðablik hafði tapað fyrr um kvöldið fyrir Aftureldingu. Sigur hjá Stjörnunni þýddi að liðið var orðið meistari og það veganesti tóku Stjörnustúlkur með sér inn í hlé. Seinni hálfleikur fór rólega af stað en það var Harpa Þorsteinsdóttir sem innsiglaði sigurnn og Íslandsmeistaratitilinn með marki rúmum 20 mínútum fyrir leikslok. Skoraði þá af stuttu færi í teignum. Undir lokin skoraði Írunn gott mark og sá til þess að það var boðið til alvöru veislu í Garðabænum. Stjarnan verðskuldaður Íslandsmeistari og glæsilegt að klára mótið með sigri gegn Val. Stjörnustúlkur sýndu enn og aftur í kvöld að þær eru með besta lið landsins. Stjörnuliðið var allt öflugt. Sandra steig ekki feilspor í markinu. Afar örugg í öllum aðgerðum. Glódís ógnarsterk í vörninni, Danka með magnaðar sendingar og stanslaust líf í Rúnu Sif. Harpa síðan sívinnandi og alltaf ógnandi. Valsliðið var gott framan af en síðan féll þeim allur ketill í eld og liðið gafst hreinlega upp. Sérstaka athygli vakti hversu slakar landsliðskonurnar Edda, Dóra María og Ólína voru í leiknum. Þær voru langt frá einhverjum landsliðsklassa í kvöld. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á skelfilega frammistöðu dómarans, Gunnars Sverris Gunnarssonar. Hann var átakanlega lélegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Í þrígang sparkaði Pála Marie ansi gróflega í Hörpu Þorsteinsdóttur. Í öll skiptin hefði átt að gefa spjald. Gunnar dæmdi ekki á neitt brotanna. Algjör brandari þessi dómgæsla sem hann bauð upp á. Harpa: Þetta er mitt besta tímabilMynd/DaníelHarpa Þorsteinsdóttir hefur átt ótrúlegt tímabil með Stjörnunni og er að flestra, ef ekki allra, besti leikmaður tímabilsins. Hún brosti breitt eftir að Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús í kvöld. "Ég er svo ánægð að það er erfitt að lýsa því. Ég var aðeins búin að spá í að þessi staða gæti komið upp. Ég var að vonast eftir þessu og það er ánægjulegt að hafa landað þessu núna," sagði Harpa skælbrosandi. Hún var þó nokkuð þreytt enda fór Pála Marie Einarsdóttir, varnarmaður Vals, ansi harkalega með hana í kvöld og braut gróflega á henni. "Það er langt síðan ég spilaði leik svona lemstruð. Hún tæklaði mig nokkrum sinnum harkalega en maður verður að standa það af sér. Þetta var prófraun," sagði Harpa en er eitthvað illt á mili þeirra? "Nei, alls ekki. Ég held að minnsta kosti ekki. Hún sendir mér bara bréf ef hún er eitthvað ósátt við mig," sagði Harpa og hló. "Þetta er frábært lið. Frábærir leikmenn og góð blanda af yngri og reyndari leikmönnum. Við höfum samt spilað flestar lengi saman og þekkjum hvor aðra mjög vel." Eins og áður segir hefur Harpa farið á kostum í sumar. Er þetta hennar besta tímabil á ferlinum? "Já, ég held að þetta sé mitt besta tímabil. Það eru forréttindi að vera framherji í svona liði. Allt liðið er að spila mjög vel og ég græði á því," sagði Harpa hógvær. Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona liðMynd/DaníelÞað var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir leik. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn." Glódís: Þetta átti ekki að gerast í dag"Þetta var alveg yndislegt. Ég á eiginlega ekki til orð," sagði skælbrosandi Glódís Perla Viggósdóttir eftir stórsigur Stjörnunnar á Val í kvöld. "Við spilum eins og lið. Það er enginn einstaklingur í þessu liði. Við gerum þetta allt saman og þess vegna erum við svona góðar." Glódís og félagar í Stjörnunni fengu að vita af því í hálfleik að Breiðablik hefði tapað og að þær yrðu þar af leiðandi meistarar með sigri í kvöld. Það kom liðinu engan veginn úr jafnvægi. "Við ákváðum að láta það ekki trufla okkur neitt heldur bara klára leikinn með stæl. Við gerðum það með stæl og vorum ákveðnari að klára leikinn ef eitthvað eftir að við fengum þessar fréttir." Miðvörðurinn sterki viðurkenndi að það hefði verið léttur fiðringur í sér fyrir leik enda möguleiki á að landa titlinum. "Það var smá stress en ekkert mikið. Stressið var ekki hjá okkur. Allt liðið spilaði síðan góða vörn í kvöld. Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig við fögnum þessu því þetta átti ekki að gerast í dag. Það breytir því ekki að þetta er alveg yndislegt."Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn