Söngkonan Beyonce er dugleg við að skipta um hárgreiðslur þessa dagana. Hún byrjaði á því að skarta drengjakolli, síðan “bob”-greiðslu en núna er hún komin með aðeins síðara hár.
Beyonce sótti teiti í New York ásamt eiginmanni sínum Jay Z eftir MTV Video Music-verðlaunahátíðina þó þau hafi ekki mætt á hátíðina sjálfa.
Enn síkkar það.Beyonce krullaði hárið í tilefni dagsins og var stórglæsileg í svörtum, klassískum kjól.