Barack Obama Bandaríkjaforseti er mikill íþróttaáhugamaður og spilar talsvert oft körfubolta. Hann er einnig á kafi í golfinu.
Forsetinn tók sér þá vikufrí til þess að spila á Marth's Vineyard um daginn. Hann þykir nokkuð liðtækur.
Obama spilaði meðal annars golf með Tiger Woods á dögunum en þá fengu fjölmiðlar ekki að mynda forsetann. Hann leyfði þó myndatöku núna og tilþrifin voru nokkuð góð eins og sjá má á myndunum hér að ofan.
Þá lék hann golf meðal annars með bankastjóra World Bank og leikaranum og handritshöfundinum Larry David sem meðal annars skrifaði Seinfeld-þættina.
