Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur hjá Leyni á Akranesi, hefur sett stefnuna á úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Marokkó í desember.
Valdís segist í samtali við Skessuhorn stefna ákveðið að því að gerast atvinnumaður í golfi. Til þess að svo megi vera þarf hún að fórna áhugamannaréttindum sínum á meðan.
Valdís heldur í haust til æfinga í Flórída þar sem hún mun æfa af krafti í tvo mánuði. Styrktarmót fyrir Valdísi Þóru fer fram sunnudaginn 8. september á Garðavelli.
300 kylfingar munu keppa í Marokkó en 30 sæti gefa beinan þátttökurétt á mótaröðinni. Nokkrir kylfingar til viðbótar tryggja sér þátttökurétt á einstökum mótum.
Valdís Þóra ætlar í atvinnumennsku
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
