Þau Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Aron Snær Júlíusson úr GKG eru á leið til Englands þar sem þau munu taka þátt í Duke of York mótinu.
Gestgjafi mótsins er hertoginn af York. 56 keppendur frá 32 löndum taka þátt í ár og er óhætt að segja að þetta mót sé í hópi sterkustu sem í boði eru fyrir kylfinga 18 ára og yngri.
Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði þetta mót í fyrra þegar það var haldið á Royal Troon.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði mótið þegar það var síðast á Royal St. George´s Golf Club árið 2010. Íslendingar eiga því góða minningar frá þessu móti.
Verður áhugavert að fylgjast með Önnu og Aroni á þessu móti en það fer fram dagana 10. til 12. september.
Anna og Aron taka þátt í sterku móti á Englandi

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

