Veðurguðirnir voru ekkert sérstaklega hliðhollir okkar ungu og efnilegu kylfingum að þessu sinni og varð að fella niður fyrri umferð á laugardeginum í flokki 14 ára stráka og stelpna og einnig í flokki 15-16 ára telpna. Ágætt verður var hins vegar í dag og mörg fín skor litu dagsins ljós.
Árangur Dalvíkinga í mótinu vekur helst eftirtekt. Þrír sigurvegarar af sex koma úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík sem hefur náð frábærum árangri á mótaröðinni í sumar. Þau Birta Dís Jónsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir fögnuðu sigri í sínum flokki. Arnór Snær, sem leikur í strákaflokki, lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari Grafarholtsvallar.
Helstu úrslit má sjá hér að neðan. Nánari úrslit má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands.
Úrslit í lokamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga:
Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 82-70=152 +10
2.-3. Stefán Þór Bogason, GR 84-72=156 +14
2.-3. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 77-79=156 +14
Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 84-84=168 +26 (e. bráðabana)
2. Helga Kristín Einarsdóttir, NK 86-82=168 +26
3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 88-80=168 +26
Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-73=147 +5
2. Björn Óskar Guðjónsson, GKJ 76-73=149 +7
3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 75-75=150 +8
3.-4. Tumi Hrafn Kúld, GA 76-74=150 +8
Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 76 +5
2. Saga Traustadóttir, GR 80 +9
3.-4. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 82 +11
3.-4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 82 +11
Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 70 -1
2. Ingvar Andri Magnússon, GR 73 +2
3. Ingi Rúnar Birgisson, GKG 76 +5
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 77 +6
2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 85 +14
3. Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK 85 +14




